Fólk vill bíósíma

Punktar

Nokia telur sig hafa komizt að raun um, að notendur farsíma vilji sjá bíómyndir í þeim. Þeir, sem hafi myndsíma, noti hann að meðaltali í 20 mínútur á dag til að horfa á sjónvarp og nokkur hluti þeirra horfi í 40 mínútur á dag. Kannanir hafa leitt í ljós, að slíkt fólk sé tilbúið til að horfa á heila bíómynd, ef það væri í boði. Ljóst er, að þjónustan verði dýr til að byrja með, en geti síðar orðið ódýrari, þegar fjöldinn komi á eftir forgöngufólkinu. Í fyrstu verði bíómyndir ekki vinsælastar, heldur beinar fréttaútsendingar, til dæmis frá flóðunum í New Orleans, eða frá íþróttum.