Fólk hatar hernám

Punktar

Ekkert hlutverk er lýðræðisríki önugra en að reka hernám í fjarlægu landi, þar sem þorri fólks hatar hernámið. Bandaríkin hafa troðið hernámi Afganistans upp á Atlantshafsbandalagið, þar á meðal upp á Ísland. Mikil vandræði stafa af alls konar skilyrðum, sem hernámsríkin hafa sett um, hvernig megi beita hermönnum þeirra. Donald Rumsfeld stríðsráðherra var að verða gráhærður af þessari flækju og leysti málið með því að henda því í Nató. Búast má því við, að óvinsældir bandalagsríkjanna, þar á meðal Íslands, fari vaxandi í heimi múslima.