Fólk fattar falsið

Punktar

Sem betur fer reynist lítill áhugi á samanburðarfræði Ríkisútvarpsins og eins fjölmiðils annars, sem ég man ekki hver er. Fólk hefur ekki áhuga á að komast að raun um fjarlægðina milli stefnumála þess sjálfs og hinna ýmsu flokka. Fattar, að flokkarnir hafa allir nærri sömu stefnu: Að fjármagna allan andskotann. Fattar, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sósíaldemókratíska stefnu, en stundar allt annað: Tugmilljarða stuld á þjóðareignum. Fattar, að þjóðrembingar geta kallað sig Vinstri græn fyrir kosningar, en gerast últra-hægri eftir kosningar. Traust fólks á pólitíkinni hefur réttilega fokið burt í stormi endalausra lyga og blekkinga.