Fólgsnarformaðurinn

Punktar

Frambjóðandi er farinn að auglýsa sérstaklega, að hann telji sig „hafa alveg stuðning Davíðs Oddssonar“. Enginn tekur sérstaklega fram, að hann telji sig hafa stuðning Bjarna Benediktssonar. Þetta er munurinn á sýndarformanni og fólgsnarformanni. Hinn raunverulegi stjórnandi Sjálfstæðisflokksins er sá, sem kom eins og hvirfilbylur inn á landsfund og yfirtók flokkinn. Síðan hefur Bjarni bara verið peð á Moggaborði Davíðs. Allir vita, að Bjarni er linur og leiðitamur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sjálfstæðismenn elska hins vegar ævinlega Hinn Sterka Leiðtoga. Höfundur hrunsins er enn hinn sanni formaður.