Fokið í flest skjól

Punktar

Dagljóst er, að ríkisstjórnin ræður ekki við að stjórna landinu. Fokið er í flest skjól í útlöndum og gísling barna okkar og barnabarna blasir við. Seðlabankinn getur ekki haldið uppi krónunni, evran er komin í 175 krónur. Enginn veit, hvað ríkisstjórnin er að gera. Hún virðist ekki hafa neinar varaáætlanir uppi í erminni. Og neitar staðfastlega að taka mark á nokkrum tillögum sérfræðinga úti í bæ. Ástandið er ömurlegra í dag en það var í gær, þegar það var ömurlegra en í fyrradag. Og svo framvegis í sex undanfarnar vikur. Það eina, sem fólk getur gert, er að grípa passann sinn og flýja.