Flýja eyrina upp í hlíðar

Ferðir

Patreksfjörður minnti á Flateyri. Byggilega landið á eyrinni að mestu komið í eyði. Byggðin hefur þanizt upp um fjallshlíðar. Vonandi verða þar engin skriðuföll. Fátt er að finna á eyrinni nema fiskverkun. Enga miðbæjarsækna þjónustu, en nóg af auðum lóðum. Benzínstöð, bakarí, kaupfélag og kaffihús eru hér og þar austast í bænum. Þaðan er stytzt að flýja til Brjánslækjar, þar sem ferjan bíður. Skrítið að hafa miðbæinn í bláendanum. Bíldudalur er huggulegri, þar er kaffihúsið í miðju. Þar fá menn ókeypis nettengingu með matnum, 700 krónur á Patró. Ódýrara þó en 1000 krónu okrið á ferjunni.