Flugustaðadalur

Frá Hofi í Álftafirði um Flugustaðadal að Markúsarseli.

Um Hofsdal og Flugustaðadal segir í Árbók FÍ 2002: “Miklir og óslitnir fjallgarðar umlykja vatnasviðið, sundurristir af ótal giljum. Þeim er aðeins hægt að kynnast á ferð um dalina, sem búa yfir fjölbreytni í landslagi og jarðmyndunum, fossum og vænum gróðri.”

Förum frá Hofi vestur með Hofsá og suður yfir ána við Stóru-Skriðu. Við stefnum vestur á Tungukoll. Förum sunnan við kollinn og inn í Flugustaðadal vestur að Markúsarseli í Flugustaðadal.

10,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hofsdalur, Lónsheiði, Fossbrekkur, Geithellnadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort