Ímynd íslenzkra kvenna í Soprano-þáttum sjónvarps er eðlileg afleiðing af eindregnum og ítrekuðum brotavilja Flugleiða. Árum saman og sennilega í heilan áratug hafa Flugleiðir birt erlendis margs konar auglýsingar, sem gefa í skyn, að íslenzkar konur séu almennt með brókarsótt. Þetta telja rembur félagsins, að auki farþegafjöldann. Annars væru þeir ekki árum saman að birta auglýsingar, sem fela í sér hreint og tært kvenhatur. Einhvern tíma hlaut brotaviljinn að enda með ósköpum. Það hefur nú gerzt í Soprano.
