Bannað verður að leggja mengunargjald á flug samkvæmt uppkasti að samningi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þar sem flug er einn mesti mengunarvaldur í heiminum um þessar mundir og sá sem magnast hraðar, er þessi samningur út í hött. Nær væri að skattleggja flugvélabenzín þyngra en bílabenzín, því að brennsla þess hefur í för með sér 2,7 sinum meiri losun gróðurhúsalofts og gerist ofar í andrúmsloftinu. Evrópu ber skylda til að skoða þetta mál í alvöru í stað þess að láta Bandaríkin þrýsta sér til óhæfuverka. Óvinsælt en brýnt er að leggja hátt mengunargjald á flugfarseðla.
