Flóttinn hafinn

Punktar

Bandaríkjamenn átta sig á, að stríðið gegn Írak vinnst ekki fremur en stríðið vannst gegn Sómalíu og Líbanon og VíetNam og Norður-Kóreu. Þeir eru hættir að tala um, hvort herinn verði kallaður heim, og tala nú um, hvenær hann verði kallaður. Flestir telja, að flóttinn hefjist upp úr næstu áramótum og honum ljúki í lok ársins. Eftir verður skilið ríki í rústum, klofið í fylkingar sértrúarsafnaða. Íran mun seilast til valda í héruðum sjíta. Þetta ferli mun magna kröfur Ísraels um bandarískan stuðning við kjarnorkuárás á Íran, krossferð kristinna ofsatrúarmanna, ragnarökin.