Flóttamannabúðir á Kili

Punktar

Hveravellir hafa breytzt í eins konar flóttamannabúðir, ekki aðeins vegna aukinnar umferðar um Kjalveg, heldur einnig vegna úreldingar á tækjabúnaði. Tvær sturtur eru á svæðinu, hin mesta hrákasmíði. Í annarri verða menn að klofa yfir tvær ofnleiðslur yfir gangveginn í 30 sentimetra hæð. Laugin fræga er notuð í staðinn fyrir sturtur. Þar þvo ferðamenn af sér rykið með sápu. Það gildir jafnt um svæðið utan dyra og innan dyra, að það minnir á flóttamannabúðir í þriðja heiminum. Mun betra er að koma í aðra skála á svæðinu, svo sem Svartárbotna, Árbúðir, Ströngukvísl og Galtará.