Flóttamálaráðherrann

Punktar

Forsætisráðherra okkar er sífellt á flótta. Hann er hræddur við fjölmiðla og vill helzt ekki tala við þá. Hann á erfitt með tjá sig, ef umræða er honum ekki að skapi. Á þingi hreytir hann skætingi í þá, sem hann telur vega að persónu sinni. Þar á meðal í Guðna Ágústsson. Hann fer í heimsókn til Evrópusambandsríkja og jafnvel til stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Þá þarf hann sérstaklega að taka fram, að ekki sé rætt um Evrópuaðild. Þótt slíkar heimsóknir geti ekki haft neinn annan tilgang. Ef vandræði koma upp, vonar hann, að þau leysist af sjálfu sér. Hann er greinilega verkkvíðinn.