Flokkur efri miðstéttar

Punktar

Lilja Mósesdóttir þingmaður er orðinn helzti baráttumaður þess, að “efri miðstétt” fái fulltrúa á Alþingi. Til þess þurfi að hækka laun þingmanna, svo að Lilja tapi ekki á þingsetu. Tryggvi Þór Herbertsson tók fyrstur upp þennan þráð. Ég hef ekki tekið eftir, að hann og Lilja og aðrir slíkir séu skárri þingmenn en hinir. Hef heldur ekki séð, að þingmenn úr ómerkilegri og lægri stéttum séu lakari þingmenn en Tryggvi Þór og Lilja. Nú þurfa þau tvö bara að stofna business-class flokk um þessa meginhugsjón sína, hærri laun æðri þingmanna. Nýr flokkur þeirra getur þá heitið: Flokkur efri miðstéttar.