Gjáin milli Bandaríkjanna og Evrópu kann að minnka, þegar demókratar komast aftur til valda vestanhafs. En ólíklegt er, að hún minnki svo mikið, að þessi meginöfl fari að líta svipuðum augum á alþjóðamál. Tilraunir til að lífga upp á Atlantshafsbandalagið með meira afli aðildar Evrópu eru dæmdar til að mistakast. Evrópa sér framtíð sína í Evrópusambandinu, þar sem kominn er vísir að sameiginlegum her. Fáránlegt hernám Nató á Afganistan mun fyrr eða síðar leiða til bakslags, sem verður bandalaginu ekki til framdráttar í vörn þess gegn Evrópusambandinu.
