Annan daginn kalla hinir ofsatrúuðu Tony Blair og George W. Bush heilu ríkin illum nöfnum, Íran og Sýrland, kalla Íran öxul hins illa. Hinn daginn senda þeir fulltrúa til þessara ríkja að biðja um aðstoð við að koma á nægum friði í Írak til að geta kallað herinn heim án þess að það sé talin uppgjöf. Annan daginn segja þeir rætur hryðjuverka vera í Íran og Sýrlandi, hinn daginn eru þessi ríki væntanlegir bjargvættir hrunins heimsveldis. Alþjóðapólitík 21. aldar byggist á, að heimsveldi engilsaxa er hrunið og að spottaðir leiðtogar þess eiga daglega fundi með guði Gunnars í Krossinum.
