Samkvæmt vef útvarpsins heldur Margrét Sæmundsdóttir hjá Fangelsisstofnun, að samfélagið hafi ekki gagn af að loka inni unga ofbeldismenn. Hún lítur á slíkt sem refsingu, sem komi ekki að gagni. Ég hef aldrei litið á þunga dóma sem refsingu eða sem betrun. Ég lít á þá sem aðferð samfélagsins við að losna við unga síbrotamenn úr umferð, svo að samfélagið hafi frið fyrir þeim. Vandamálasérfræðingar ríkisins á þessu sviði skilja ekki þann tilgang innilokunar. Að líta á Litla-Hraun sem refsingu eða sem betrun flækir bara raunverulegan tilgang, sem er að vernda samfélagið.
