Hingað til hefur fjölþjóðastofnunum fjármála og vestrænum ríkisstjórnum þótt sjálfsagt, að almenningur borgi fjölþjóðlegar skuldir. Þannig hefur þriðji heimurinn verið mergsoginn á vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Nú gerist þetta ekki lengur. Loks er farið að tala um, að ábyrgðarlausir lánveitendur eigi ekki örugga vernd. Grikkland mun ekki borga skuldir. Þær eru að vísu að einhverju leyti almenningi að kenna, skattsvikurum í þeirra hópi og auðvitað grískum kjósendum. En hinir eru líka ábyrgir, sem komu Grikklandi upp á fíkniefnið: Peninga. Á endanum voru lánveitendur látnir blæða ótæpilega.
