Þótt ég sé fylgjandi Evrópusambandinu, tel ég aðild ótímabæra. Sambandið er að fara gegnum erfiða tíma, sem gera því erfitt að taka inn nýja félaga. Erfiðleikarnir munu styrkja Evrópu, þegar til langs tíma er litið. Þá má aftur skoða möguleika á aðild. Össur Skarphéðinsson veit eins vel og aðrir um andstöðuna. Þorri þjóðarinnar mun fella hana og þá er verr af stað farið en heima setið. Við þurfum samt að breyta regluverki ríkisvaldsins meira til samræmis við Evrópusambandið. Við erum enn svo frumstæð í mörgu, til dæmis í neytenda- og umhverfismálum. Þess vegna þurfum við meiri áhrif frá Evrópu.
