Punktar

Laug burt stjórnarskránni

Punktar

Samkvæmt nýjustu fréttum var þáttur Árna Páls Árnasonar í stjórnarskrármorðinu meiri en áður var talið. Hann laug að Jóhönnu, að þingflokkurinn styddi morðið, en svo var ekki. Jóhanna gat raunar kannað það sjálf, en nennti ekki. Árni kom þarna sveiflu á aðförina, sem réði úrslitum. Raunar er þetta í stíl við fortíð Árna Páls sem bankaráðherra. Fylgdi ráðum bankstera og þjónaði undir þá. Gerði það í fullvissu Blairistans um, að banksterar væru snillingar. Eftir framferði sitt í lok síðasta kjörtímabils er Árni Páll ekki hæfur til þingmennsku, hvað þá til formennsku í flokki. Staðfestist líka af fylgisleysi Samfylkingarinnar.

Tap á töp ofan

Punktar

Eftir röð ósigra í Víetnam, Afganistan og Írak eru Bandaríkin að tapa stríðinu í Sýrlandi. Í ljós kemur, að framtak þeirra hefur að mestu verið án árangurs. Þau hafa raunar hlíft hinu tryllta ISIS, bera enda ábyrgð á tilurð þess sem mótvægi við Íran. Þar að baki eru Ísrael, Tyrkland og Sádi-Arabía, sem hefur fjármagnað alla verstu brjálæðinga múslima. Nú vill almenningur halla sér að Rússlandi, sem reynist hafa margfalt meiri stríðsgetu en Bandaríkin. Snögg valdaskipti eru því í miðaustrinu. Rússland er orðið valdamest á svæðinu, en Bandaríkin hafa klúðrað fyrri stöðu sinni. Ráða ekki við flækjur af þessu tagi.

Gæludýr fékk Stjórnstöð

Punktar

Forstjóri nýrrar og óþarfrar Stjórnstöðvar ferðamála segist ekki hafa tengsli við Sjálfstæðisflokkinn. Er samt fulltrúi á Landsfundi og klíkubróðir ýmissa valdamanna flokksins. Fær tvær milljónir á mánuði fyrir að leita að lausnum á öngþveiti ferðamála. Kostnaður er 140 milljónir á ári. Allir vita lausnirnar, nema Ragnheiður Elín ráðherra. Hún böðlaðist árangurslaust í ár á hlægilegum náttúrupassa. Allir nema hún vita, að vantar klósett, stíga og stæði. Markmið klúðursins er að veita óvinnufærum landsfundarmanni feitan bita. Allt er þetta í þekktum stíl aldraðs bófaflokks. Hvar eru þeir drullusokkar, sem kusu þetta ógeð?

Fagfólk blekkir sjúklinga

Punktar

Heilbrigðiskerfið er hrunið. Fólk fær verri þjónustu eða frestaða þjónustu. Fólki er sagt, að aðgerð sé ekki orðin brýn. Þannig dó kunningi í vikunni. Læknar og hjúkrunarfólk taka á sínar herðar að ljúga fyrir kerfið. Í stað þess að játa, að kerfið er hrunið vegna aðgerða stjórnvalda. Sumir deyja á biðlistum og aðrir geta fengið aðkallandi aðgerðir á læknastofum úti í bæ fyrir hundruð þúsunda. Bandaríska kerfið er innleitt með ömurlegri þjónustu fyrir almenning og góðri þjónustu fyrir þá, sem hafa ráð á sérstakri tryggingu. Samt er logið að fólki, að allt sé við það sama og áður. Og fagfólk axlar ábyrgð á þessari blekkingu.

Toppað of snemma?

Punktar

Fisksalinn sagði mér í gær, að píratar toppi of snemma, tveimur árum fyrir kosningar. Sagði slæma reynslu af slíku. Ég held, að íslenzku fordæmin séu um eins máls flokka eða óskrifuð blöð. Píratar eru öðruvísi. Þeir ætla sér að ná allri breiddinni. Tala bara um fá mál í einu, hafa umræðu á vefnum og halda þar fundi, greiða atkvæði. Ég hef bara sett mig inn í eitt útfært mál þeirra, þjóðareign auðlinda. Tel útkomuna í samræmi við almennan vilja. Haldi þeir svo áfram með hvert málið á fætur öðru, sýnist mér, að hver toppurinn geti rekið annan næstu 18 mánuði. Ef ofstækisfólki verður haldið í skefjum, nóg er af því.

Enn skal finna upp hjólið

Punktar

Stjórnstöð ferðamála er fjöður úr hatti Mussolini. Allir samtaka nú um eitthvað eldgamalt, hagsmunaðilar og ríkið, sem auðvitað borgar. Stjórnstöðin á að finna vandann, sem fannst fyrir löngu. Það vantar klósett og klósett og klósett. Það vantar stíga og stíga. Það vantar bílastæði. Þetta var öllum ljóst, löngu áður en nýja ríkisapparatið lítur dagsins ljós. Þeir skuli borga, sem hafa tekjur af klósettum og bílastæðum. Ríkið taki gistináttagjald til að fjármagna verndun þeirra staða, sem mesta ánauð þola. Punktur. Óþarfi er að flækja málin til að fá mynd af himinsælum ráðherrum. Sem fagna því að geta frestað einu máli enn.

Þjóðin og þrælarnir

Punktar

Aukin velmegun hefur síðustu árin eingöngu runnið til þeirra, sem betur mega. Þrælarnir eru 45% þjóðarinnar. Það eru þeir sem hafa innan við 500.000 krónur á mánuði að sköttum meðtöldum. Þriðji hver Íslendingur á minna en ekkert, hefur eignastöðu í mínus. Helmingur þjóðarinnar á minna en eina milljón í eignum. Það er fólkið, sem fer halloka, þrælarnir. Þegar pólitíkusar segja fólk hafa það gott, eru þeir bara að hugsa um hina. Ríkasta 1% þjóðarinnar á 25% allra eigna og auður þeirra hefur vaxið um 40% síðasta áratug. Þessar tölur segja okkur frá magnaðri aukningu á stéttskiptingu í samfélagi, sem þykist vera stéttlaust.

Guardian tapaði

Punktar

Hrun Blairista í Bretlandi er orðið að óskipulegum flótta. Guardian beið hnekki með ítrekuðum árásum á Jeremy Corbyn. Reiddist skilnaði hans við Blairismann, sem tröllreið Verkamannaflokknum. Reyndist ekki skilja almenning og lokaði sig inni í fílabeinsturni úreltrar nýfrjálshyggju. Spurningin er svo, hvort gamalt merkisblað nær að klóra í bakkann, þegar lesendur hverfa í hópum. Svipað hrun merkisblaðs er hjá New York Times, sem hefur frosið í stuðningi við bankstera og aðra meginbófa landsins. Endar kannski með, að það skríður í fang Bernie Sanders. Pólitísk straumhvörf eru farin að leika vestrænu umræðustjórana grátt.

Misskilningur útskýrarans

Punktar

Sigmundur Davíð lofaði nýlega í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum að draga 40% úr gróðurhúsalofttegundum. Heima var því fagnað af varfærni. Jóhannes útskýrari, aðstoðarmaður ráðherrans, sagði hann þá ekki hafa lofað neinu slíku. Hann hefði sagt frá samstarfi Evrópuríkja um slíkan samdrátt. Ekki væri víst, að Ísland þyrfti að gera neitt. Útskýringin flækti óneitanlega stöðuna, því margir höfðu hlustað og horft á ræðuna. Nú kvartar SDG á alþingi yfir, að hann sé misskilinn hér heima, þótt enginn misskilji hann í útlandinu. Líklega þarf fleiri en einn Jóhannes útskýrara til að upplýsa um orð og meiningar orða í undralandi SDG.

Myndskeið um landráð

Punktar

Hvorki ráðherrar né þingmenn fá að vita um innihald leyndó samninga TISA, TPP og TTIP við Bandaríkin. Fjalla um réttarstöðu stórfyrirtækja ofar þjóðríkjum. Fela í sér, að risafyrirtæki kæra ríki fyrir sérdómstóli fyrirtækjanna fyrir að takmarka svigrúm risafyrirtækja. Þar á ofan verða þeir óafturkallanlegir, eilífir. Wikileaks hefur birt kafla úr samningunum og þeir eru skelfilegir. Ég efast um, að Gunnar Bragi Sveinsson viti mikið um innihald TISA og þeirra geðbiluðu landráða, sem Marin Eyjólfsson sendiherra stundar í Genf.  HÉR  aftast í tilvísaðri frétt er myndskeið frá Wikileaks um stórglæp gegn öllu mannkyni.

Gráðugasta ríkisstjórnin

Punktar

Man ekki eftir neinni ríkisstjórn í hálfa öld, sem hefur slefað eins mikið af græðgi og þessari. Hvarvetna hafa gæludýr Sjálfstæðis og Framsóknar hlaupið undir pilsfaldinn og látið tugmilljónum rigna yfir sig. Aldrei hefur spillingin verið eins opin og víðtæk og þessa dagana. Ráðherra Orku HS neitar í hálft ár að tala við fjölmiðla um mútumál. Röðin af íhaldskerlingum er komin á framfæri okkar með sjúkrahótel og alls kyns meinta ráðgjöf. Nánast allt starf ráðherra snýst um að moka undir gæludýr, mest undir þau ríkustu. Enginn tími er afgangs fyrir eðlilega stjórnsýslu. Til dæmis gerir ferðamálaráðherrann aldrei neitt.

Ný paradís fundin

Punktar

Noregur er ekki eins vinsæl paradís og var til skamms tíma. Olían gefur ekki eins mikið og áður. Menn átta sig á, að framtíðin er ekki þar, heldur í Berlín. Þar er húsnæði og matur mun ódýrari en hér í þrælaríki auðgreifa. Á Akranesi hefur ellilífeyrisþegi reiknað út fyrir sitt leyti, að peningar endast betur í Berlín. Hann er að pakka. Svo er Berlín auðvitað mun skemmtilegri en strendur við Miðjarðarhaf. Allt fullt af fjöri og menningu í Berlín. Ég sá það fyrir 56 árum, þegar ég bjó þar í tvö ár. Hefði átt að ílendast. Sá ekki fyrir, að bófar og kjósendur mundu gera Ísland að ömurlegu ríki. En er of latur til að læra.

VIÐTALIÐ

Loforð eru marklaus

Punktar

Við höfum reynslu af loforðum hefðbundinna stjórnmálaflokka. Enginn bjóst við, að ríkisstjórnin yrði ógnarstjórn gegn fátækum, öldruðum og húsnæðislausum. Þvert á móti þóttust Framsókn og Sjálfstæðis mundu gera þeim gott. Munið það í nýrri skriðu loforða fyrir næstu kosningar. Fleiri munu lofa. Samfylkingin og Vinstri græn og Björt framtíð munu lofsyngja stjórnarskrá, sem þau sviku. Þeir eru næstum eins svikulir og bófaflokkarnir. Fylgist líka með Pírötum, þótt þeir hafi ekkert svikið enn. Munu lofsyngja gegnsæi, þótt sumir hafi meiri áhuga á að stöðva gegnsæi vegna persónuverndar. Án gegnsæis skýtur lýðræði ekki rótum.

Níu litlir negrastrákar

Punktar

Sigurður Ingi og Gunnar Bragi fóru illa af stað sem ráðherrar, en hafa lært af reynslunni. Byrjuðu gassalega, Gunnar Bragi í Evrópumálum og Sigurður Ingi í málum Fiskistofu. Ráku sig á veggi og áttuðu sig á, að gassagangur er ekki til góðs. Báðir orðnir illskárri í starfi. Innkoma Ólafar Nordal í stað Hönnu Birnu var til bóta, Ólöf er alvöru, en Hanna Birna er tuddi. Eygló Harðar og Kristján Þór valda vonbrigðum, Kristján beinlínis illa innrættur. Við Ragnheiði Elínu voru engar vonir bundnar, hún er bjáni. Illugi dregur spillingarhúðina á eftir sé eins og Þorgeirsboli. Þægur Bjarni hlýðir Davíð, Sigmundur er fríkað krípi. Þetta er því miður bara svona gróft.

Tímabær endaskipti

Punktar

Í Bandaríkjunum hefur tekjuhæsta prósentið leyst til sín meira en allan hagvöxt frá því fyrir aldamót. Miðstéttir þynnast og kapphlaupið niður á tekjubotninn breytir láglaunafólki í sultarlaunafólk. Græðgin að ofan er stjórnlaus og ræður pólitíkinni. Þetta gekk, meðan hálf þjóðin hafði það sæmilegt. En nú er hálf þjóðin komin í vanda. Eina ljósið í myrkrinu er Bernie Sanders. Ef nógu margir flykkjast að honum, er hægt að vinda ofan af þessu rugli. Sömu sögu er að segja um Jeremy Corbyn í Bretlandi. Hér er bölið eins. Okkur vantar snillinga til að vekja fólk til vitundar um þörf á pólitískum endaskiptum á samfélaginu.