Ferðir

Grænskattur á flugið

Ferðir

Flug er orðið of ódýrt. Við fljúgum án tilefnis. Til að eyða hálfum öðrum sólarhring í Prag. Sumir fara í erindisleysu mánaðarlega til útlanda. Aðrir reka erindi, þótt léttara sé að nota myndfundasíma. Til dæmis hjá ríkinu. Við getum ekki lengi hagað okkur svona. Allt þetta flug framleiðir mikinn koltvísýring og flýtir fyrir ragnarökum. Betra er að hægja á þessu með því að leggja grænan skatt á flug. Til dæmis tíuþúsundkall á miðann innan álfu, tuttuguþúsund krónur í milliálfuflugi, hundraðþúsund á hvert einkaflug. Bezt væri að gera þetta sameiginlega, til dæmis á vegum Evrópusambandsins.

Miðja Berlínar

Ferðir

Miðja Berlínar er hornið á Unter den Linden og Friðriksstræti. Þaðan sker eins km radíusinn Brandenborgarhliðið, Potsdamer Platz, Safnaeyju og bakka árinnar Spree. Ekki er nauðsynlegt að búa á Adlon fyrir € 330 til að geta farið fótgangandi um hverfi 10117. Það er heiti hverfis 101 í Berlín. Enn nær borgarmiðju er Jolly Hotel Vivaldi á € 149 og Hotel Berlin Mitte á € 137. Hvort tveggja er í Michelin-klassa. Ódýrara hótel á svæðinu er Mercure Checkpoint Charlie á € 129. Fær fín meðmæli í TripAdvisor og 4,5 stig af 5 mögulegum. Frambærileg hótel fást ekki á lægra verði þar fremur en hér.

Radíus menningar

Ferðir

Margar stórborgir Evrópu eru einn km í radíus um borgarmiðju, Vínarborg, Bruxelles, Kaupmannahöfn, Amsterdam, Madrid. Oft voru þær áður umluktar borgarmúr, sem var um sex km að lengd. Utar húktu varnarlaus Breiðholt og Grafarvogar. Reykjavík er ein af þessum borgum. Ef eins kílómetra hringur er dreginn kringum Lækjartorg, er jaðar hringsins við Snorrabraut, Ánanaust og Hringbraut. Þetta er auðvitað hverfi númer 101, nafli heimsins í flestum stórborgum. Aðeins fáar borgir eru stærri, París og New York. Menningarsaga okkar hefur verið háð innan hinna þröngu hringja. Auðvitað í hverfum 101.

Hótel í Kvosinni

Ferðir

Væri ég ferðamaður, vildi ég búa sem næst borgarmiðjunni Lækjartorgi. Þar er fjöldi hótela á næsta leiti. Í Pósthússtræti eru Hótel Borg, þar sem meðalverðið hefur undanfarið numið $ 306. Og Hótel 1919, þar sem það hefur verið $ 294, hvort tveggja samkvæmt TripAdvisor. Ódýrari herbergi eru á Hótel Centrum í Aðalstræti, á $ 220. Svipað verð er á Castle House við Skálholtsstíg, $ 211. Öll þessi hótel fá fjögur gæðastig, sem er það hæsta í bænum. Þau fá vinsamleg ummæli hótelgesta. Annars er algengt að hótel í miðborginni kosti um og yfir $ 400. Viðbrögð notenda þar eru lakari.

Morgunverður á flugvallarhóteli

Ferðir

Helmingur morgunverðargesta voru viðgerðamenn tækjasala áleiðis í útköll. Þeir voru í strigaskóm og gallabuxum. Helmingur afgangsins voru sölumenn sömu fyrirtækja. Þeir voru í blankskóm, ljósbláum skyrtum og bleiserjökkum. Fimmtándi hver var kona. Dæmigerður morgunverður á hótelinu við Stansted-flugstöðina. Þetta er eins og fyrir mörgum áratugum, þegar ég tók þátt í að kaupa prenttækni. Ég kannaðist við týpurnar og hef meiri samúð með viðgerðarmönnunum. Flugvallarhótel er skrítinn samkomustaður fólks, sem á ekkert sameiginlegt, er að koma og fara. Enginn gistir meira en eina nótt.

Þráðlaust á herbergjum

Ferðir

Radisson-hótelið á Stansted flugvelli er við hlið flugstöðvarinnar, vel í sveit sett. Það er svo alþjóðlegt, að þú veizt ekki hvar þú ert í heiminum, þegar þú vaknar. Sumt er gott við slíkt hótel. Þau vita vel, hvað gestir vilja. Þar þarf ég ekki að fara í móttökuna til að nota tölvu. Þráðlaust netsamband er í öllum herbergjum. Þar er buxnapressa í hverju herbergi, svo og straujárn. Líka kaffivél og peningaskápur. Svo er gaman að stjóranum, sem hefur á stefnuskrá sinni, að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér. Alþjóðavæðingin hefur sína kosti, sem koma í ljós á Radisson við Stansted.

Netokur á hótelum

Ferðir

Ég er búinn að ferðast dálítið um nágrenni Lissabon. Hvar sem ég hef gist á hóteli, hef ég fengið aðgang að heitum reit, þráðlausu netsambandi. Alls staðar hefur aðgangurinn verið ókeypis, enda tilkostnaður enginn. Fortaleza Guincho var með annað kerfi, samkrull með Og Vodafone um að plokka gesti. Þar þurfti sambandið að fara um hendur símaokrara, sem tók stóran pening fyrir. Ef þið pantið pláss á erlendu hóteli, spyrjið endilega um þetta. Hvort þráðlaust netsamband sé ókeypis eða kosti formúu. Hafnið hótelum, sem hleypa að símaokri. Ýtið okrurunum þannig út af markaði hótelgistinga.

Þráðlaust vefsamband

Ferðir

Þráðlaust vefsamband er orðið algengt á erlendum hótelum. Áður varð að nota rándýran gemsa til að ná GPRS-sambandi eða berjast við framandi lyklaborð á hóteltölvum. Okrarar í símaþjónustu voru raunar búin að prísa GPRS út af markaði. Og lyklaborðin eru skrítin í Portúgal, annar hver lykill á óvæntum stað. Núna koma menn með eigin tölvur, hafa öll innbyggð þægindi þeirra og þurfa ekki að borga neitt. Svona á það að vera. Gallinn er, að tollurinn í Leifsstöð telur, að menn séu að smygla tölvum, sem duttu úr framleiðslu fyrir tveimur árum. Tollurinn á að hætta þessu tölvu-smyglrugli sínu.

Grétu sig í svefn

Ferðir

Á TripAdvisor er skelfileg lýsing á hótelum á Íslandi, einnig utan borgar. Sögufrægt KEA á Akureyri fær þar á baukinn, herbergi sögð lítil og sóðaleg. Álitsgjafar TripAdvisor hafa líka slæma reynslu af Icelandair Flughotel í Keflavík. Fosshótel Laugar í Reykjavík er sagt vera verra en vítishola, gestirnir grétu sig í svefn. Fosshótel Húsavík er sagt vera þreytt. Hótel Látrabjarg í Örlygshöfn fær niðrandi ummæli fyrir okur og lélegan aðbúnað. Ferðamálaráð þarf að hafa frumkvæði í að koma slíkum upplýsingum áfram til viðkomandi aðila. Ófært er, að tugur hótela varpi skugga á landið allt.

Hótelin í borginni

Ferðir

Hótel Loftleiðir fær lága einkunn á TripAdvisor. Herbergin sögð gömul og léleg, maturinn í veitingasalnum óætur. Verri umsögn fá sum lítil hótel. Eigandi Hotel Atlantis á Grensásvegi sagður ruddalegur í orðbragði og umgengni, húsnæði í lamasessi, skelfileg lífsreynsla segir einn. Næstverst var sagt gistiheimilið Adam á Skólavörðustíg. Eigandinn sagður hræðilegur, með gistingu í útikofa, hafi aðeins áhuga á að hrifsa peninga. Einn sagði það versta hótel ævi sinnar. Turninn TopCityLine Grand í Sigtúni fékk langversta einkunn, skelfilega lýsingu á framkvæmdum, sóðaskap og vanhæfni.

Feneyjar útrásir

Ferðir

Padova

Gamall háskólabær með fjörlegri borgarmiðju, einkum að morgni dags á markaðstorginu Piazza delle Erbe við Palazzo della Ragione. Í nágrenni þess eru ýmsar sögufrægar byggingar, svo sem Battistero við dómkirkjuna og hallirnar Corte Capitano og Loggia della Gran Guardia. Önnur torg á þessu svæði eru Piazza dei Frutti og Piazza dei Signori.

Caffé Pedrocchi er einnig í þessari gömlu borgarmiðju, miðstöð menningarvita. Stúdentar setja mikinn svip á miðbæinn, enda er háskólinn sá annar elzti á Ítalíu, stofnaður 1222. Í miðbænum er fullt af kaffihúsum, veitingastofum og sérverzlunum með mat.

Við leggjum bílnum á bílageymslusvæði við Via Gaspare Gozzi rétt við norðausturhorn umferðarhringsins um miðborgina. Stæðið er í króknum milli Via Trieste og skurðarins Giotto Popolo og verður tæpast nær miðbænum komizt með góðu móti. Þaðan göngum við á brú yfir skurðinn inn í miðbæinn og verður þá strax fyrir okkur lystigarður borgarinnar á vinstri hönd.

Giardini dell’Arena

(Corso Garibaldi. )

Leifum gamla borgarmúrsins hefur á þessum hluta verið breytt í lystigarð, sem nær frá borgarskurðinum upp að Cappella degli Scrovegni og Museo Civico Eremitani. Þar er til sýnis nýtízkulegur skúlptúr.

Þegar við vorum þar síðast, var La Foresta di Birnam (sbr. Macbeth eftir Shakespeare) eftir Pino Castagna beint fyrir framan Cappella degli Scrovegni.

Til þess að komast inn í kapelluna þurfum við að fara inn um innganginn að safninu, sem er í suðvesturhorni garðsins.

Cappella degli Scrovegni

(Piazza Eremitani. Opið 9-18. )

Reist 1303 í rómönskum stíl til sáluhjálpar okrara að nafni Scrovegni, einn geimur að innanverðu, allur þakinn steinmálverkum eftir Giotto, máluðum 1303-1305. Bezt er að skoða kapelluna að morgni dags, þegar farþegarúturnar eru enn ekki komnar.

Giotto var fyrsti afburða listmálari Ítalíu, merkisberi hins líflega gotneska stíls, þegar hann tók við af hinum stirða býzanska stíl í upphafi fjórtándu aldar. Hann var fátækur bóndasonur, en varð snemma mikilvirkur í starfi og miðpunktur í hópi ítalskra menningarvita þess tíma. Málverkin í þessari kapellu eru það, sem bezt hefur varðveitzt af verkum hans.

Málverkin í kapellunni eru á fjórum hæðum. Í neðstu röð eru myndir, sem sýna dyggðir og lesti. Síðan koma tvær raðir með myndum af lífi og dauða Krists. Efst er röð mynda úr lífi Maríu meyjar. Innan á kapellustafni er risamynd af dómsdegi og er hún nær býzanska stílnum en hinar.

Við skoðum næst söfnin við kapelluna.

Museo Civico Eremitani

(Piazza Eremitani. Opið mánudaga-laugardaga 8:15-12 & 15:30-18:30 (-17:30 að vetri), sunnudaga 9-12 & 15:30-17:30 (-17 á veturna). )
Í klaustrinu við hlið kapellunnar eru nokkur söfn, svo sem fornminjasafn, myntsafn og listasögusafn. Klausturhúsin eru frá 1276-1306.

Merkasti hluti fornminjasafnsins er grafhýsi Volumni-ættar frá 1. öld. Þar eru líka steinfellumyndir frá rómverskum tíma. Í myntsafninu er nánast heilt safn feneyskrar myntar. Listasögusafnið er í mótun og á að sýna þróun myndlistar Feneyjasvæðisins. Verk eftir Giotto skipa þar virðingarsess.

Við förum vestur yfir Piazza Eremitani, förum norður fyrir hornið á húsaröðinni og göngum síðan 600 metra til suðurs eftir Via Cavour, þar sem við komum að Caffè Pedrocchi hægra megin götunnar.

Caffè Pedrocchi

(Via 8. Febbraio 2. Lokað mánudaga. )

Risastórt kaffihús frá 1831 í nýgnæfum stíl, einn helzti hornsteinn menningar- og stjórnmálalífs Ítalíu á sameiningarárum landsins, þegar það brauzt undan veldi austurríska keisaradæmisins. Þar héldu til ýmsar helztu frelsishetjur landsins. Þetta er núna í senn veitingahús og kaffihús, spila- og setustofa, þungamiðja alls þess, sem gerist í Padova.

Frá suðurdyrum kaffihússins förum við til hægri 50 metra eftir Via Cesare inn á Piazza dei Frutti við hlið borgarhallarinnar. Við göngum fyrir austurenda hennar inn á Piazza delle Erbe og virðum hana fyrir okkur.

Palazzo della Ragione

(Piazza dei Frutti. )

Reist 1218 sem dómhöll og ráðhús borgarinnar.

Hún hefur að geyma stærsta miðaldasal Evrópu, 80 metra langan, 27 metra breiðan og 27 metra háan. Veggir salarins eru skreyttir 333 freskum eftir Nicola Miretto, frá 1420-1425. Þær komu stað fyrri steinmálverka eftir Giotto, sem eyðilögðust í bruna 1420.

Við göngum vestur úr torginu tæplega 100 metra leið eftir Via Manin og beygjum til vinstri inn á Piazza del Duomo, þar sem dómkirkjan blasir við. Hægra megin torgsins er miðaldahöll.

Palazzo del Monte di Pietà

(Piazza del Duomo. )

Höllin sjálf er frá miðöldum, en bogagöngin framan við hana eru frá 16. öld.

Milli hallar og dómkirkju er skírnhús.

Battistero

(Piazza del Duomo. )

Rómanskt skírnhús stílhreint frá 4. öld, leifar kirkju, sem hér stóð, áður en 16. aldar dómkirkjan var reist. Inni í því eru fjörlegar freskur eftir Giusto de’Menabuoi frá síðari hluta 14. aldar.

Michelangelo hóf hönnun dómkirkjunnar, sem breyttist töluvert í höndum eftirmannanna.

Við förum frá torginu 50 metra leið norður eftir Via Monte di Pietà að Piazza dei Signori. Gamla herlögreglustöðin er við vesturenda torgsins.

Palazzo del Capitaniato

(Piazza dei Signori. )

Reist 1599-1605 fyrir herlögreglu borgarinnar. Í turninum er stjörnuúr frá 1344.

Við torgið eru fögur boga- og súlnagöng með sérverzlunum og kaffistofum.

Við vesturenda suðurhliðar torgsins er hásúlnahöll.

Loggia della Gran Guardia

(Piazza dei Signori. )

Höll höfðingjaráðsins, reist 1523 í endurreisnarstíl með háu og grönnu súlnaporti, núna notuð sem ráðstefnumiðstöð.

Við höfum lokið skoðun, förum austur úr Piazza dei Signori eftir Via San Clemente og síðan Piazza dei Frutti og Via Oberdan, samtals um 300 metra leið. Á horninu við Caffè Pedrocchi beygjum við til vinstri í Via Cavour og förum norður hana 600 metra að lystigarðinum, sem við göngum langsum til að komast yfir brúna að bílastæðinu. Næst könnum við gististaði í miðborginni.

Hótel

(Padova. )

Miðborgargistingu má fá 50 metrum sunnan við Piazza delle Erbe, í 29 herbergja Majestic Toscanelli, Via dell’Arco 2, sími 663 244, fax 876 0025, verð L. 190000 með morgunverði.

Eða við hlið Caffè Pedrocchi, í 22 herbergja Leon Bianco, Piazzetta Pedrocchi 12, sími 875 0814, fax 875 6184, verð L. 157000.

Næst beinum við sjónum okkar að völdum veitingahúsum miðborgarinnar, sem heimamenn nota sjálfir.

Veitingahús

(Padova. )

Miðborgarveitingar má fá 100 metrum norðan við Piazza dei Signori, í Belle Parti-Toulá, Via Belle Parti 11, sími 875 1822, verð fyrir tvo L. 160000, lokað sunnudaga og í hádegi mánudaga.

Einnig 50 metrum norðan þess, í Isola di Caprera, Via Marsilio da Padova 11/15, sími 876 0244, verð fyrir tvo L. 120000, lokað sunnudaga.

Eða við vesturenda borgarhallarinnar, í Cavalca, Via Manin 8, sími 876 0061, verð fyrir tvo L. 90000, lokað þriðjudagskvöld og miðvikudaga.

Við höldum svo úr bænum áleiðis til Vicenza, um 40 km leið.

Vicenza

Frægust er borgin fyrir arkitektinn Andrea Palladio, sem var uppi 1508-1580. Hann fæddist í borginni og hannaði ýmsar frægustu byggingar miðbæjarins, svo sem Basilica Palladiana, Loggia del Capitaniato, Palazzo Valmarana, Teatro Olimpico og Palazzo Chiericati. Margir telja miðbæ Vicenza einn fegursta miðbæ Ítalíu, enda er hann að mestu leyti frá endurreisnartímanum.

Palladio nam rómverska byggingarlist keisaratímans í Róm. Síðan hannaði hann mörg sveitasetur feneyskra aðalsmanna í nágrenni borgarinnar og nokkrar hallir í Feneyjum sjálfum, kirkjuna Redentore á Giudecca-eyju, svo og klaustrið og kirkjuna á San Giorgio eyju. Flest eru verk hans þó í heimaborginni.

Hér skoðum við ekki aðeins verk Palladio, heldur einnig mannlífið á torgunum umhverfis Basilica Palladiana.

Við komum frá Padova úr austri, förum inn á umferðarhring borgarinnar og inn úr honum eftir Contrà porta Padova, yfir brú og beygjum strax til vinstri inn á torgið fyrir framan Palazzo Chiericati, þar sem eru bílastæði.

Palazzo Chiericati

(Piazza Matteotti. Opið þriðjudaga-sunnudaga. )

Reist 1550 af Andrea Palladio.

Höllin er núna borgarminjasafn, Museo Civico. Þekktasta listaverkið er sólarvagn Giulio Carpione. Þar eru einnig nokkrar gotneskar altaristöflur.

Við göngum af torginu yfir Corso Andrea Palladio og í Teatro Olimpico.

Teatro Olimpico

(Corso Andrea Palladio. Opið á sumrin 9:30-12:20 & 15-17:30, á veturna 14-16:30. )

Elzta leikhús Evrópu undir þaki, reist 1579-1585, hannað af Palladio og lærisveini hans, Vincenzo Scamozzi.

Áhorfendasalurinn myndar hálfan hring í líkingu við útileikhús Grikkja og Rómverja, en trébekkir koma í stað steinbekkja og eins konar himinn er málaður í loftið. Sviðsmyndin er föst, með Þebustrætum máluðum í þrívídd.

Ödipus konungur eftir Sófókles var fyrsta verkið, sem sýnt var í leikhúsinu. Grísk leikskáld fornaldar skipa fastan sess í sýningarskrá leikhússins.

Frá leikhúsinu förum við upp Corso Andrea Palladio um 200 metra og beygjum til vinstri í Contrà Santa Barbara, þar sem við komum eftir 100 metra að Piazza dei Signori. Þar blasir við borgarturninn mikli.

Torre di Piazza

(Piazza dei Signori. )

Óvenjulega grannur múrsteinsturn, reistur á 12. öld og hækkaður á 14. og 15. öld, svo að hann er nú 82 metra hár.

Hann gnæfir yfir Piazza dei Signori, sem er umkringt 15. aldar höllum, þar á meðal Basilica Palladiana. Torgið er líflegt markaðs- og kaffihúsatorg.

Við beinum athygli okkar að basilíkunni.

Basilica Palladiana

(Piazza dei Signori. )

Rétt nafn borgarhallarinnar með sívala koparþakið er Palazzo della Ragione, en oftast er hún kennd við höfund súlnaganga hennar, arkitektinn Palladio. Sjálf höllin er frá 15. öld og var farin að gefa sig, þegar hann var fenginn til að styrkja hana með tveggja hæða súlnagöngum árið 1549. Ofan á súlnagöngunum eru marmarastyttur grískra og rómverskra guða.

Myndastytta af Palladio er undir suðvesturgafli hallarinnar.

Norðan torgsins er lögreglustöðin gamla.

Loggia del Capitaniato

(Piazza dei Signori. )

Palladio reisti höllina 1571. Fyrst var hún lögreglustöð borgarinnar, en nú er borgarráðssalurinn þar til húsa.
Vinstra megin við höllina er þekktasta veitingahús borgarinnar, Gran Caffè Garibaldi á 2. hæð, sími 544 147, verð fyrir tvo L. 110000.

Hægra megin við hana er gatan Contrà del Monte. Framhald hennar handan Corso Andrea Palladio er Contrà Porti. Við þá götu eru nokkrar gotneskar hallir í feneyskum stíl og nokkrar hallir eftir Palladio í palladískum endurreisnarstíl.

Ef við höfum tíma, getum við gengið frá suðvesturenda basilíkunnar um Calle Muscheria og Contrà Garibaldi tæplega 200 metra leið að dómkirkjunni.

Duomo

(Piazza Duomo. )

Kirkjukórinn, sem snýr að torginu, er upprunalegur, sem og útveggir kirkjunnar. Að öðru leyti skemmdist dómkirkjan mikið í síðari heimsstyrjöldinni.

Frá dómkirkjutorginu göngum við norðvestur Via Battisti rúmlega 100 metra leið og beygjum til hægri í Corso Andrea Palladio. Á norðurhorni gatnamótanna er Palazzo Valmarana, ein af höllum Palladio, frá 1566. Síðan förum við Corso Andrea Palladio til norðausturs 600 metra leið til Piazza Matteotti, þar sem er bílastæðið okkar. Næst beinum við athyglinni að gististöðum í miðborginni.

Hótel

(Vicenza. )

Miðborgargistingu má fá 300 metrum suðvestan dómkirkjunnar, í 35 herbergja Campo Marzio, Viale Roma 21, sími 545 700, fax 320 495, verð L. 250000 með morgunverði.

Eða 300 metrum vestan við suðvesturenda Corso Andrea Palladio í 33 herbergja Cristina, Corso Santi Felice e Fortunato 32, sími 323 751, fax 543 656, verð L. 165000 með morgunverði.

Næst beinum við sjónum okkar að völdum veitingahúsum miðborgarinnar, sem heimamenn nota sjálfir.

Veitingahús

(Vicenza. )

Miðborgarveitingar má fá 100 metrum sunnan austurenda Piazza dei Signori, í Scudo di Francia, Contrà Piancoli 4, sími 323 322, verð fyrir tvo L. 130000, lokað sunnudagskvöld og mánudaga.

Einnig 200 metrum vestan dómkirkjunnar, í Agli Schioppi, Contrà del Castello 26, sími 543 701, verð fyrir tvo L. 110000, lokað laugardagskvöld og sunnudaga.

Eða 50 metrum norðan Piazza dei Signori, í Tre Visi, Contrà Porti 6, sími 324 868, verð fyrir tvo L. 150000, lokað sunnudagskvöld og mánudaga.

Við höldum svo úr bænum áleiðis til Verona, um 40 km leið.

Garibaldi

(Piazza dei Signori. Lokað miðvikudaga. Verð: L.110000 (4653 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Gamalfínt veitingahús á annarri hæð fyrir ofan pizzustofu við hlið Loggia del Capitaniato við Piazza dei Signori.

Frekar fínlegur, en víðáttumikill staður með flísagólfi og tágasetum á tréstólum. Þjónusta er kurteis.

• Olive farcite all’ascolani = djúpsteiktar olífur á salatbeði. • Petto d’oca affumicato con crostini = reykt gæsabrjóst. • Filetto di manzo con tartufi = ungnauta-hryggsteik með soðnu grænmeti.

Verona

Frægust er borgin sem sögusvið leikrits Shakespeare um Rómeó og Júlíu, elskendur frá 1302. Enn eru mörg hús gamla miðbæjarins frá þeim tíma og sum raunar eldri, þar á meðal hið fræga, tuttugu alda gamla hringleikahús. Borgin var 1263-1387 ein af endurreisnarborgum Ítalíu, undir stjórn Scaligeri hertoganna og undir stjórn feneyska heimsveldisins 1405-1814.

Ferðamenn koma til Verona til að komast í stemmningu á söngleik undir berum himni og til að kynnast borg, sem blandar saman endurreisnarstíl meginlands Ítalíu og hinum austræna stíl frá Miklagarði, sem einkennir nágrannaborgina Feneyjar. Gott er að skoða miðbæinn, því að hann er samanrekinn á eins ferkílómetra svæði, sem er vafið fljótinu Adige á þrjá vegu.

Í borginni eru fræg torg, Piazza Brà, Piazza delle Erbe og Piazza dei Signori; frægar hallir, Palazzo del Comune, Palazzo di Cangrande; og frægar kirkjur, Santa Anastasia og Duomo; svo og Péturskastali og gamli borgarkastalinn. Þar eru einnig háloftagrafhýsi Scaligeri-hertoganna og rómverskt útileikhús, auk hringleikahússins fræga.

Við byrjum borgarskoðun á torginu framan við hringleikahúsið.

Piazza Brà

Stærsta torg miðborgarinnar, útisamkomustaður borgarinnar og forgrunnur hins mikilfenglega hringleikahúss frá fornöld. Það er varðað nýgnæfum byggingum frá 19. öld og fornminjasafninu Museo Lapidario Maffeiano, á nr. 28.

Hringleikahúsið gnæfir austan við torgið.

Arena

(Piazza Brà. Lokað mánudaga. )

Byggingu þriðja stærsta hringleikahúss veraldar lauk árið 30. Það er 139 metra langt og 110 metra breitt og rúmar 25.000 áhorfendur í 44 sætaröðum. Það hefur varðveitzt nokkurn veginn í heilu lagi, að öðru leyti en því, að yzta byrðið er að mestu horfið.

Efst uppi er á góðum degi fagurt útsýni yfir borgina og til fjalla. Á sumrin eru haldnar þar miklar tónlistarhátíðir.

Frá hringleikahúsinu norðanverðu förum við inn í Via Mazzini.

Via Mazzini

Göngugata og eins konar miðbæjarás, sem tengir helztu torg miðborgarinnar, Piazza Brà og Piazza delle Erbe. Helztu tízkuverzlanir borgarinnar eru við þessa 500 metra löngu götu, sem liggur um gamalt hverfi þröngra göngugatna.

Úr norðausturenda götunnar komum við í suðurenda gamla miðbæjartorgsins.

Piazza delle Erbe

Fagrar byggingar frá endurreisnartíma einkenna þetta langa og mjóa torg, sem hóf göngu sína sem Rómverjatorg, Forum, og hefur verið lifandi borgartorg í tuttugu aldir. Það er nú markaðstorg, þakið sólhlífum torgsala, umkringt listsýningarsölum, tízkuverzlunum og gangstéttarkaffihúsum, af sumum talið eitt fegursta borgartorg Ítalíu.

Á torginu miðju er gosbrunnur með rómverskri höggmynd, sem táknar verzlun, venjulega kölluð Madonna di Verona. Í norðurenda þess er súla frá 1528 með ljóni heilags Markúsar, tákni Feneyjaveldis.

Við norðurendann er Palazzo Maffei, hlaðstílshöll frá 1668, með tízkuverzlunum og lúxusíbúðum.

Við austanverðan syðri hluta torgsins er kastali.

Palazzo del Comune

(Piazza delle Erbe. )

Ráðhúsið í borginni er gluggalítill miðaldakastali, sem ber strangan svip við torgið.

Sömu megin götunnar gnæfir hár turn yfir torgið.

Torre Lamberti

(Piazza delle Erbe. )

Háreistur turn frá 1172, 84 metra hár, með miklu útsýni. Inngangur í turninn er úr porti, sem við skoðum í þessari gönguferð.

Sömu megin torgsins, aðeins norðar er skrautleg höll.

Casa dei Mazzanti
(Piazza delle Erbe. )

Höll frá 1301, að utanverðu skreytt veggmálverkum, sem hafa verið gerð upp.

Við förum um sund norðan Torre dei Lamberti undir steinbogann Arco della Costa inn á annað myndarlegt torg.

Piazza dei Signori

Ferhyrnt torg með feneyskum svip. Á miðju torginu er stytta af rithöfundinum Dante Aligheri, sem bjó í borginni í skjóli Scaligeri-hertoganna, meðan hann var í útlegð frá Flórenz 1301-1304. Hann tileinkaði Scaligeri-hertoganum Cangrande I lokakafla meginverks síns, La Divina Commedia.

Norðan torgsins er höllin Loggia del Consiglio, austan þess er höllin Palazzo di Cangrande, og í suðurhorninu er höllin Palazzo di Ragione, sem er raunar bakhlið hallarinnar Palazzo del Comune.

Í suðausturhorninu hefur verið grafið niður á leifar hellulagðrar brautar, sem var rómverski þjóðvegurinn inn í borgina.

Við lítum fyrst inn í hallarport Palazzo di Ragione.

Scala della Ragione

(Piazza dei Signori. )

Portið var á miðöldum helzti markaður borgarinnar. Af torginu og upp að þáverandi dómsölum borgarinnar liggja voldugar tröppur í síðgotneskum Feneyjastíl, reistar 1446-1450. Sjálf höllin er frá 14. öld.

Við förum aftur úr portinu og skoðum höllina við norðurenda torgsins.

Loggia del Consiglio

(Piazza dei Signori. )

Fögur tengihöll frá 1493 í feneyskum endurreisnarstíl með háum og grönnum súlnasvölum við torgið og veggfreskum yfir svölunum. Á þakskeggi eru styttur af rómverskum frægðarmönnum, sem voru fæddir í Verona, svo sem Catullusi skáldi, Pliniusi náttúruvísindamanni og Vitruviusi byggingameistara.

Hornrétt á tengihöllina er önnur höll.

Palazzo di Cangrande

(Piazza dei Signori. )

Höllin er kennd við Cangrande I, þekktasta hertoga Scaligeri-ættarinnar, sem stjórnaði borginni 1263-1387. Hún er núna lögreglustöð.
Við förum með suðurhlið hallarinnar nokkra metra að litlu torgi með miklum minnisvörðum.

Arche Scaligere

(Santa Maria in Chiavica. )

Hér eru steinkistur Scaligeri-hertoganna hátt á stalli undir berum himni í tilkomumiklum 14. aldar turnum í gotneskum stíl með oddhvössum spírum framan við framhlið Palazzo di Cangrande. Þess háttar greftrun er einsdæmi í miðaldasögu Ítalíu.

Scaligeri-hertogarnir höfðu svo mikið sjálfsálit, að þeir vildu hvíla nær guði en aðrir höfðingjar, sem yfirleitt hvíla í kirkjuhvelfingum.

Að baki kistuturnanna er lítil, rómönsk kirkja frá 7. öld, Santa Maria Antica. Hún var ættarkirkja Scaligeri-hertoganna. Kistuturn Cangrande I er beint fyrir framan kirkjudyrnar.

Við förum norður með austurhlið Palazzo di Cangrande 100 metra eftir götunni Cavaletto og beygjum til hægri í Corso Sant’Anastasia, sem liggur að einni höfuðkirkju borgarinnar, aðra 100 metra til viðbótar.

Sant’Anastasia

(Piazza Sant’Anastasia. )

Voldug og háreist klausturkirkja Dóminíkusarmunka í rómönskum stíl frá 1290, með gotneskum inngangi, skreyttum veggfreskum frá 15. öld.

Frá bakhlið kirkjunnar förum við norður og niður brekkuna að ánni Adige, yfir hana á rómversku brúnni Ponte della Pietra og suður með bakkanum hinum megin að rómverska leikhúsinu, alls um 400 metra leið.

Teatro Romano

(Rigaste Redentore. Lokað mánudaga. )

Rómverskt leikhús frá 1. öld fyrir Krist, tíma Ágústusar keisara, og er enn notað til leiksýninga. Áður voru þar sýnd leikverk eftir Plautus, en nú er þar haldin árleg Shakespeare-hátíð. Leikhúsið er byggt inn í árbakkann og veitir gott útsýni frá heillegum áhorfendapöllum yfir ána til miðborgarinnar.

Frá leikhúsinu er farið í lyftu upp í klaustrið fyrir ofan.

Castel San Pietro

(Rigaste Redentore. Lokað mánudaga. )

Klaustrinu ofan við rómverska leikhúsið hefur verið breytt í fornminjasafn með frábæru útsýni yfir borgina og héraðið. Í safninu eru meðal annars fornar steinfellumyndir.

Við förum til baka yfir rómversku brúna og upp brekkuna handan hennar að dómkirkjunni. Við afturenda kirkjunnar förum við hjá anddyri biskupsgarðsins.

Palazzo di Vescovo

Gotneskur inngangur hallar dómkirkjubiskupsins.

Við förum fram fyrir kirkjuna og inn á torgið fyrir framan hana.

Duomo

Dómkirkjan hefur verið gerð upp og geislar hinum mildu steinlitum, sem hún bar upprunalega. Elzti hluti hennar er frá 12. öld og framhliðin er í rómönskum langbarðastíl, hönnuð af Nicolò.

Bleikar súlur halda uppi kirkjuþakinu. Helzta meistaraverk kirkjunnar er Upprisan eftir Tiziano, frá 1535-1540, í fyrstu kapellunni vinstra megin.

Frá kirkjunni er innangengt í skírnhúsið, sem raunverulega er 8. aldar múrsteinskirkja, San Giovanni in Fonte, með 12. aldar framhlið úr marmara.

Við förum frá kirkjunni til baka eftir Via Duomo, beygjum til hægri og förum 1200 metra eftir Corso Cavour að gamla borgarkastalanum.

Castelvecchio

(Corte Castelvecchio. Lokað mánudaga. )

Fagurlega hannaður kastali Scaligeri-hertoganna, reistur 1355-1375, á valdatíma Cangrande II, enn í góðu ástandi og hýsir nú glæsilega skipulagt listasögusafn, sem auðvelt er að skoða í réttri tímaröð. Það spannar síðrómverska list, frumkristna list, miðaldalist og list endurreisnartímans, þar á meðal verk Giovanni Bellini, Tiziano og Veronese.

Handan vopnadeildar safnsins er göngubrú, sem veitir gott útsýni til brúarinnar Ponte Scaligero.

Ponte Scaligero

Miðaldabrú, reist 1354-1376, á valdaskeiði Cangrande II, helzti vettvangur gönguferða borgarbúa nú á tímum. Brúin skemmdist í heimsstyrjöldinni síðari, en hefur verið gerð upp að nýju.

Frá Castelvecchio er bein, 600 metra leið eftir Via Roma til Piazza Brà, þar sem við hófum þessa gönguferð um Verona. Næst beinum við athygli okkar að gististöðum í miðborginni.

Hótel

(Verona. )

Í húsasundi út frá Corso Porta Nuova, alls um 200 metra frá megintorginu Piazza Brà, er 41 herbergja lúxushótelið San Luca, Vicolo Volto San Luca 8, sími 591 333, fax 800 2143, verð L. 260000 með morgunverði. Í þvergötu, nokkrum skrefum frá miðbæjarásnum Via Mazzini, er 93 herbergja Accademia, Via Scala 12, sími og fax 596 222, verð L. 300000 án morgunverðar.

Í þvergötu, nokkrum skrefum frá Corso Cavour, er 38 herbergja Victoria, Via Adua 6, sími 590 566, fax 590 155, verð L. 240000 án morgunverðar. Nokkrum skrefum austan við hringleikahúsið er 30 herbergja Giulietta e Romeo, Vicolo Tre Marchetti 3, sími 800 3554, fax 801 0862, verð L. 170000 með morgunverði.

Nokkurn veginn á sama stað er 49 herbergja Milano, Vicolo Tre Marchetti 11, sími 596 011, fax 801 1299, verð L. 150000 án morgunverðar. Um 200 metrum austan við borgarkastalann er 17 herbergja Cavour, Vicolo Chiodo 4, sími 590 166, verð L. 100000 án morgunverðar, en þar er ekki tekið við plastkortum.

Næst beinum við sjónum okkar að völdum veitingahúsum miðborgarinnar, sem heimamenn nota sjálfir.

Veitingahús

(Verona. )

Bezta veitingahúsið, um 300 metra beint suður af Piazza dei Signori, er Il Desco, Via Dietro San Sebastiano 7, sími 595 358, fax 590 236, verð L. 230000 fyrir tvo, lokað sunnudaga. Næst kemur afar gamalt og fagurt Dodici Apostoli, í húsasundi í elzta hluta borgarinnar, rúmlega 200 metrum vestur frá Piazza delle Erbe, við Corticella San Marco 3, sími 596 999, fax 591 530, verð L. 220000 fyrir tvo, lokað sunnudagskvöld og mánudaga.

Bezta fiskréttahúsið, nokkrum skrefum frá Arche Scaligeri, er Arche, Via Arche Scaligeri 6, sími 800 7415, verð L. 200000 fyrir tvo, lokað sunnudaga og í hádegi mánudaga. Bezti hótelsalurinn, nokkrum skrefum frá Via Mazzini, er Accademia, Via Scala 10, sími og fax 800 6072, lokað sunnudagskvöld og miðvikudaga. Nokkrum skrefum norður frá Piazza Brà er Torcolo, Via Cattaneo 11, sími 803 0018, fax 801 1083, verð L. 130000 for two, lokað mánudaga.

Aðeins 200 metrum framan við Anastasíu-kirkju er Trattoria Sant’Anastasia, Corso Sant’Anastasia 27, sími 800 9177, verð L. 110000 fyrir tvo, lokað sunnudaga og miðvikudaga. Nokkrum skrefum austan við hringleikahúsið er Tre Marchetti, Vicolo Tre Marchetti 19/b, sími 803 0463, verð L. 120000 fyrir tvo, lokað sunnudaga.

Þar með lýkur ferð okkar til Verona og dvöl okkar á Feneyjasvæðinu. Ef við ætlum til Feneyja, er gott að vita, að þangað eru 114 km á hraðbrautinni.

1996

© Jónas Kristjánsson

København restaurants

Ferðir

Alsace
Ny Østergade 9 / Pistolstræde, 1101 K. Phone: 3314 5743. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

One of the city’s more refined restaurants, in a pedestrian alley leading off Strøget. A part of it is a sidewalk restaurant and part is a conventional restaurant in a white-painted brick cellar.

There are lots of fresh flowers, green sofas along the walls and tiles on the floor. The room is in two parts one of which has a view into the kitchen. The wine list concentrates on Alsace.

• Clear truffle soup.

• Goose liver paté with toast.

• Oyster soup.

• Venison with chanterelles.

• Sauerkraut

• Butter-fried partridge with grapes.

• Grilled feta cheese

• Champagne sorbet.

Amalie

Amaliegade 11. Phone: 3312 8810. Hours: Closed dinner, Saturday & Sunday. Price: DKr.120 ($21) for two. All major cards. (C2).

In a street leading from Amalienborg, just 100 meters from the palace, an exquisite little lunch cellar with a low ceiling in a conservation protected house.

The white walls are decorated with old etchings, the tables with candles and crochet mats. The cooking is simple and excellent.

• Smoked eel.

• Cod roes.

• Fish dumplings.

• Beef tartar.

Belle Terrasse

Tivoli, Vesterbrogade 3, 1620 V. Phone: 3312 1136. Fax: 3315 0031. Hours: Closed in winter. Price: DKr.650 ($113) for two. All major cards. (A3).

The best restaurant in the Tivoli garden. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Bernstorff

Bernstorffsgade 7, 1577 V. Phone: 3311 0668. Fax: 3315 1547. Hours: Closed dinner, Saturday & Sunday. Price: DKr.100 ($17) for two. All major cards. (A3).

Opposite the central railway stations and with Tivoli Gardens at its back, this restaurant offers some of the most reasonable prices in town.

It is clean, with gleaming white linen, decorated with items from the Tivoli Gardens. The main attraction is the reasonably prices lunch buffet. Service is very good.

• Salmon paté.

• Marinated salmon.

Cafe Victor

Hovedvagtsvej 8 / Ny Østergade, 1101 K. Phone: 3313 3613. Hours: Main room closed Sunday. Price: DKr.150 ($26) for two. All major cards. (B2).

Just behind hotel Angleterre, 50 meters from Kongens Nytorv square, a fashionable meeting place of young and affluent intellectuals.

It is open and cold and mainly noisy. The bar is more comfortable than the dining room. The place is really a café that offers a menu at lunch. The naked windows are immense and there are mirrors behind the bar. Everything seems to make sure that everyone sees everyone else, even from the outside. The service is good.

Caféen i Nicolai

Nikolaj Plads12. Phone: 3311 6313. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

In the southern transept of Sankt Nikolaj church, just a few steps from Strøget pedestrian street. There is plenty of room in all directions, especially up.

The coolness of the big, stained windows is offset by big paintings on the walls and dark beams in the ceiling.

• Fish soup with home baked whole-grain bread.

• Butter-fried cod roes.

• Orange marinated catfish roes.

• Danish goat cheese.

Copenhagen Corner

Rådhuspladsen, Vesterbrogade 1A, 1620 V. Phone: 3391 4545. Fax: 3391 0404. Price: DKr.130 ($23) for two. All major cards. (A3).

Even if concentrating on tourist, this corner on Rådhuspladsen square is also a solid restaurant with correct prices, a worthy descendant of Frascati, which was here in the building that preceded the present one. The glassed-in front part evokes memories of the old sidewalk café.

It offers premium wines by the glass. The wine is drawn from the bottles with a Cruover without uncorking them.

• Warm-smoked salmon.

• Duck breast in calvados.

• Catfish in marinated vegetables.

• Oven-baked filet of beef.

• Pancakes with raisins and redcurrants.

Els

Store Strandstræde 3. Phone: 3314 1341. Price: DKr.450 ($78) for two. All major cards. (B2).

One of Denmark’s nicest restaurant, in a side street leading off Kongens Nytorv, a few steps from the square. The house and its design are from 1853, including the restaurant furnishings, which evoke memories from Austrian luxury cafés. The surroundings, the atmosphere and the cooking combine to make a harmonious whole that is not reflected in the rather low prices.

The inner dining room is the most interesting part. Recently restored are the six big pictures which are painted directly on the wood walls. The tables on the carpeted floor are of white and blue porcelain tiles. The atmosphere is unhurried and dignified and enhances the good service and still better cooking. The menu changes twice a day. The wine list is extensive.

• Guinea fowl with honey and orange sauce.

• Seafood chowder with mushrooms and herbs.

• Smoked salmon with truffles.

• Witch flounder with salmon mousse and salmon caviar.

• Turbot in cognac fumé.

• Charolais tournedos with herb mousse and tomatoes.

• Saddle of venison with truffes and Madeira.

• Peach pie with blackcurrant jelly and strawberries

• Cognac pie with whipped cream and blueberries.

• Mountain cheeses with grapes.

Era Ora

Torvegade 62, 1400 K. Phone: 3154 0693. Fax: 3185 0753. Hours: Closed lunch & Sunday. Price: DKr.800 ($139) for two. All major cards. (C3).

The best Christianshavn restaurant, rather expensive, on the main throughfare. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Escoffier

Dronningens Tværgade 43, 1302 K. Phone: 3315 1505. Fax: 3315 4405. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.550 ($96) for two. All major cards. (B2).

A beautiful and tasteful restaurant adjoining Hotel Christian IV, a few steps from Kongens have.

The ceiling is dark blue and the walls are yellow. Large and modern paintings and other works of art give the tone. Large chairs have blue, red and golden upholstery with African designs. White linen and candles are on the tables. Service is good.

• Bagt torske souffle med svampe i persille-hvidløgs marinade = baked cod soufflé with mushrooms in a marinade of parsley and garlic.

• Perlhøneterrin anrettet på stegt pære i balsamico = guinea hen on baked pear.

• Glaceret okse tournedos med ristede skorzornerødder og sennepskorn sauce = glazed beef tournedos with mustard sauce.

• Sesamebagt laks med spinat-dild mousse og hummercreme = salmon baked in sesame with a mousse of spinach and dill and lobster sauce.

• Gratineret brie med piment og ribs i oliven olie = gratinated brie cheese with redcurrants in olive oil.

• Valnøddekage med vanille syltede vindruer = walnut cake with vanilla pickled grapes.

Fiskekælderen, Den Gyldne Fortun

Ved Stranden 18, 1061 K. Phone: 3312 2011. Fax: 3393 3511. Hours: Closed Saturday & Sunday lunch. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

The best fish restaurants huddle together in the former fish market area at the canal facing Christiansborg palace, only 100 meters from pedestrian Strøget. One of the best is in a corner house cellar from 1796, small and tight, heavily furnished.

Knowledgeable and energetic waiters are friendly. The best part is the delicate, modern cuisine. Poaching and steaming are much in use, keeping the delicate taste of good an fresh seafood better than different types of frying. Avoid the fish items in the written menu as they can be frozen. Choose from the daily offerings chalked on blackboards on the walls.

• Mussels in the shell, poached in white wine. garlic and spices.

• Vineyard snails in the shells with salmon mousse and Burgundy sauce.

• Grilled lobster.

• Poached Dover sole with salmon mousse.

• Steamed ocean trout in white wine, with salmon and sturgeon caviar.

• Poached turbot in white wine, with wild mushroom sauce.

• Flambéed figs with pistachio ice-cream.

Fregatten Sct Georg III

Vesterbrogade 3, Tivoli, 1630 V. Phone: 3315 9204. Price: DKr.660 ($115) for two. All major cards. (A3).

An old frigate has been dumped into the middle of the lake in the eastern part of the Tivoli garden and serves as an restaurant with amusing ambience. In summer there is also dining on the deck.

Walls and ceilings are curved, just as one would expect in a ship. Everything is made of massive wood. You will not forget that you are aboard a ship. The sitting is close and the napkins are of paper. Food is acceptable and service barely so.

• Tre slags danske sild = three types of marinated herring.

• Graved laks med salat af fennikel = dill marinated salmon with fennel salad.

• Letsaltet andebryst kogt i krydderlage med lun løgkompot, svesker og rosiner = lightly salted duck boiled in herbs, with stewed onions, prunes and raisins.

• Lun flæskesteg fra Skallebølle med råmarineret rødkål = pork with marinated red cabbage.

• Danske oste fra Tebstrup, Them, Aså og Fanø = four Danish cheeses.

• Ris a la mande = spiced rice and cream.

Godt

Gothersgade 38, 1123 K. Phone: 3315 2122. Hours: Closed Monday. Price: DKr.600 ($104) for two. All major cards. (B2).

Husband-and-wife Corin Rice and Marie-Anne Ravn started this tiny restaurant for twenty guests in 1994 only 100 meters from Kongens Nytorv, on the stretch between Adelgade and Borgergade. It immediately took top honors for cooking and ambience.

The dining room is on two floors, with simple and tasteful furnishings, good linen on the tables. Marie-Anne takes good care of the guests and explains both the menu and the wine list. There is only one menu of four courses, changing every day.

• Ande-borstj med bacon = thin slices of duck with bacon.

• Søtunge og laks på frisk spinat med basilikum sauce = Dover sole and salmon on fresh spinach with basil sauce.

• Kalvemørbrad med skysauce, kantareller i fløde, dagens grøntsager og kartofler = beef fillet in own juice, chanterelle mushrooms in cream sauce, with zucchini, carrots, beans, broccoli and potatoes.

• Hasselnøddekage med friske figner i solbærsauce og pocherede ferskener = hazelnut cake with fresh figs in blackcurrant sauce and marinated plums.

Gråbrødre Torv 21

Gråbrødre Torv 21, 1154 K. Phone: 3311 4707. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.640 ($111) for two. All major cards. (B2).

The best restaurant on the charming Gråbrødretorv in the center of the old city, situated on the southwestern corner of the square, frequented by people from the fashion industry.

Sparsely furnished and cozy, with candlelights, paintings, a wooden floor, small tables with yellow and white linen and large bouqets of orange roses. The service is rather good.

• Hummersuppe med cognac = lobster soup with brandy.

• Iransk sevruga caviar = Iranian sevruga caviar.

• Letsprængt gåsebryst med peberrod = lightly salt-marinated goose with horseradish.

• Frikassé af hummer and havtaske = pieces of lobster and monkfish.

• Kogt torsk med sennepssause = poached cod with mustard sauce.

• Krondyrmedaillon på rosmarinsky = venison medaillons in rosemary.

• Pralinéis med kaffecreme = confection ice with coffee creme.

• Chokoladeterrin med orange = chocolate terrine with orange.

Ida Davidsen

St. Kongensgade 70, 1264 K. Phone: 3391 3655. Fax: 3311 3655. Hours: Closed Saturday & Sunday. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

The best and the most expensive “smørrebrød” restaurant in town, near the royal palace. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Kanal-Kaféen

Frederiksholms Kanal 18. Phone: 3311 5770. Hours: Closed dinner; Saturday & Sunday. Price: DKr.120 ($21) for two. All major cards. (B3).

An old and historical lunch pub hides in two ancient rooms on the canal opposite the back of Christiansborg palace.

The ceiling is low. There are ship models in the windows, pictures of ships on the walls. Regulars sit on cane chairs at the linen tables, enjoying good atmosphere and quick service.

• Marinated salmon.

• Smoked salmon.

• Pickled lamb.

• Home-made meat paté.

• Aged cheese.

Kokkeriet

Kronprinsessegade 64, 1306 K. Phone: 3315 2777. Hours: Closed Monday. Price: DKr.600 ($104) for two. All major cards. (B1).

A lightly trendy mixture of Danish, Far Eastern and French cooking recently opened in a lightly trendy setting near Kongens Have, about 400 meters from the royal Amalienborg palace. The cooking is surprisingly good for such a lightly trendy place.

The place is a little naked, but not uncomfortably so, dominated by a long aluminium bar and aluminium air-condition pipes in the ceiling. White colors are much in evidence, on the walls and in the linen. There are candlelights for romance and trendy pictures on the wall. The lightly casual service is nothing to write home about, spoiling the otherwise comfortable ambience.

• Grilled torsk i hummercremesuppe med porre = grilled cod in lobster cream soup.

• Kammusling fricasse med jomfruhummer og persille olie = mussels with lobster and parsley in oil.

• Chilimarineret fjordlaks med fyldte orientalske ruller = salmon in red chili and spring rolls with cabbabe and aubergine.

• Portvinsbraisere fasan med jordskokker og svampe = braised pheasant with mushrooms.

• Kokkeriets osteudvalg = blue cheese, feta, svendbo and gorgonzola cheese.

• Letfrossen chokoladekage med nøddekompot og pæresorbet = lightly frozen chocolate cake with nut compote and pear sorbet.

• Beaujolaissyltede blommer med rørt vanilleiscreme = plums pickled in red wine, with vanilla ice cream.

Kommandanten
Ny Adelgade 7, 1104 K. Phone: 3312 0990. Fax: 3393 1223. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.1050 ($183) for two. All major cards. (B2).

A thoroughly designed restaurant on two floors in a charming 17th C. residence, on the south side of the street, near Grønnegade.

Gray walls of stone and gray upholstery and gray linen, silver-sprayed leaves and branches, mirrors and vases, silver cutlery and porcelain plates distinguish the restaurant, just as specially designed metallic chairs, halogen lights and a wooden floor. The service is professional.

• Frikassé af frølår og krydderurter, serveret med persillesoufflé og løgcreme = fricassé of frogs’ legs and herbs, served with parsley soufflé and onion cream.

• Gulerodsfeulleté med kalvebrisler og danske vinbjergsnegle, serveret med morkelsky = flaky carrot pastry with sweetbreads and snails, served with mushroom sauce.

• Grilled kalvetournedos med svampefritot, perlebyg, tomat og sauce diable = grilled veal tournedos with mushrooms, tomatoes and devil’s sauce.

• Frikassé of poularde fra Bresse, vintertrøfler, selleri og skorzonerødder = fricassé of Bresse hens, truffles and celery.

• Pandekager med appelsinkompot, hertil mandler og mandel sorbet = pancakes with orange compote, almonds and almond sorbet.

Kong Hans

Vingårdstræde 6. Phone: 3311 6868. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.1100 ($191) for two. All major cards. (B2).

One of the main gourmet temples in town hides almost unmarked in a cellar about 200 meters from Kongens Nytorv square and 100 meters from pedestrian Strøget. You start with drinks at the bar watching the work of the chefs in the open kitchen before you are shown to a table in a beautiful and romantic dining room behind the kitchen. This place combines atmosphere and cuisine.

White cellar vaults with Gothic ribs dominate the room. Avant-garde works of art line the walls. The table service is elegant but the waiter service could be better. A coffee and cognac sitting room is behind the dining room, sparing diners the cigar smell. A choice of set menus of three, four, six and eight courses offers excellent cuisine at stratospheric prices.

• Goose liver and sweetbreads with pickled vegetables.

• Asparagus and sparrow eggs in butter pie with zucchini, mushrooms, salmon and sturgeon caviar.

• Salmon and lemon sole in cream sauce.

• Champagne sorbet.

• Milk lamb in sage sauce.

• Beef contrefilet with mushroom and red wine sauce.

• Apple pie with raspberry sauce.

• Cheeses and desserts from the trolley.

Kongkursen

Kompagnistræde 4, 1208 K. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

In the oldest part of the city center, functioning both as a café and as a restaurant. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Krogs Fiskerestaurant

Gammel Strand 38, 1202 K. Phone: 3315 8915. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.1050 ($183) for two. All major cards. (B2).

A 1910 original of a fish restaurant in Empire style overlooking the royal palace complex on the other side of the canal, near Højbro plads, serving good seafood on the classic French side at high prices.

The green walls are covered with gilded mirrors and 19th C. paintings in white frames. The chairs are of mahogny. White linen, oil lamps and porcelain is on the tables. This is a refined place, typically Danish.

• Røget laks, æble chutney og jomfruhummer tatar = smoked salmon, apple chutney and lobster tartare.

• Hummerbisque serveret med hummer og tilsmagt med armagnac = lobster chowder with lobster and armagnac.

• Ristet pighvarfilet med ratatouille af tre slags løg og citronsmør = baked turbot fillet with a stew of tomatoes and three types of onion, and lemon butter.

• Grillet hummer med vanille, jordskokker og æbler = grilled lobster with vanilla, mushrooms and apples.

• Créme brûlé med mild stjerneanis og mocca detil vanillesorbet = créme brûlé with anis and mocca, served with vanilla sorbet.

• Chokolade pyramide med pistacie karamel = chocolate pyramid with pistacio caramel.

Leonore Christine

Nyhavn 9. Phone: 3313 5040. Price: DKr.600 ($104) for two. All major cards. (C2).

In the oldest Nyhavn house, from 1681, less than 100 meters from Kongens Nytorv square, a nice little restaurant with big windows facing Nyhavn harbor. The house has been preserved in original condition. The furnishings under the white walls are simple and unostentatious.

It has been a popular meeting place of boisterous businessmen for many years. The service is rather good, even if uneven. The menu is short and handwritten, showing clear signs of Nouvelle Cuisine. The refined cooking is by far the best one in Nyhavn. The wine list is rather high in price.

• Venison tartar with dill and egg.

• Mushroom mousse.

• Duck breast with shallots and red wine fumé.

• Venison leg with goose fat.

• Candied pistachio ice-cream with prune sabajon.

• Desserts from the trolley.

Lille Lækkerbisken

Gammel Strand 34, 1202 K. Phone: 3332 0400. Fax: 3332 0797. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (B2).

Centrally located on the canals. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Lumskebugten

Esplanaden 21. Phone: 3315 6029. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.440 ($77) for two. All major cards. (C1).

500 meters north from royal Amalienborg palace on the way to Den lille Havfrue, a former café has been successfully transformed into a modern culinary temple with simple and beautiful furnishings.

The house is white, long and narrow, with the main dining room in front, a bar and two smaller rooms behind. The rooms are bright, old and roomy, decorated with old photos and posters. The linen is gleaming white under flower and candle decorations. The offers of the day are chalked on a blackboard in addition to handwritten menus which change two times a day.

• Beef tartar.

• Skate stuffed with salad and salmon roes.
• Leg of venison with fumé of nuts, apples and blackberries.

• Chocolate cream cake with mashed fruit and ice-cream.

Nouvelle

Gammel Strand 34, 1202 K. Phone: 3313 5018. Fax: 3332 0797. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.950 ($165) for two. All major cards. (B2).

A hidden gem on the pretty Gammel Strand canal street near Højbro plads, entered through an almost unmarked courtyard. It is an exquisite restaurant with perfect service and almost perfect French nouvelle cuisine.

The colors are grey, blue and curry. An enormous and original chandelier is in the middle of the tiled ceiling. Open cupboards of glasses and wine bottles are in some crannies. The butter trays, plates and ashtrays are of pewter. The linen is orange and dark blue. There are flowers and candles on the tables. Service is unobtrusive and watchful and technically perfect.

• Æg nouvelle fyldt med hummermousseline og sevruga caviar = marbled egg with lobster mousseline and sevruga caviar.

• Terrine af vesterhavsfisk og muslinger med peberrod = Nordsee fish terrine and mussels with horseradish.

• Terrine af gåsefoiegras med mango og mild pebergelé = goose liver terrine with mango and pepper gelé.

• Pighvarfilet med letrøget spæk, balsamico og morkler = turbot with lightly smoked bacon and mushrooms.

• Hel hummer med salvie, spinat og pecorino = whole lobster with sage, spinach and pecorino cheese.

• Svesker i armagnac med creme og sukkerkurve = prunes in armagnac with cream and sugar basket.

• Lille æbletærte serveret varm med syltede valnødder og rørt iscreme = warm apple pie with pickled walnuts and ice cream.

Ostehjørnet

Store Kongensgade 56. Phone: 3315 9133. Hours: Closed Saturday dinner & Sunday. Price: DKr.130 ($23) for two. All major cards. (B2).

An excellent cheese shop is in a cellar on a main street 400 meters from Kongens Nytorv square and Amalienborg square. Above the shop a small restaurant specializes in cheese.

Salads, cheeses and cold cuts are on display at the bar, as customary at Danish lunch places. The staff knows about cheeses. Beer is preferable to the inferior wine.

• Cheese platter with emmenthaler, camembert, bresse bleu, brie and feta.

Restaurationen

Møntergade 19, 1116 K. Phone: 3314 9495. Hours: Closed Monday. Price: DKr.550 ($96) for two. All major cards. (B2).

A top-flight husband-and-wife restaurant of Bo and Lisbeth Jacobsen in a beautiful corner house on the west side of Möntergade and north side of Vognmagergade, only a few steps from Kongens Have and about 300 meters from Kongens Nytorv. Bo is a well-known TV cook, both are wine tasting specialists, and the cuisine is one of the best two or three in Copenhagen.

Beautiful, large paintings line the white walls of this airy restaurant with an open layout and a view into the kitchen, white linen and blue porcelain on the tables. Service is excellent and informative. There is only one menu of five courses, changed two times each day.

• Bagt helleflynder piqueret med røget hellefisk, syltede Karl Johann svampe og persillecrem = baked halibut, spiced with smoked halibut, pickled mushrooms and parsley cream.

• Laks indbage i butterdej med safransmør, glaseret selleri og lakserogn = salmon in butter pastry with saffron butter, glazed celery and salmon caviar.

• Marinerede linser bagt i porer, vinaigrette med kørvet og phylladej bagt med tapande = marinated baked beans.

• Kalvemørbrad farseret med brisler og vintertrøfler, madeira-trøffelsauce, grønkål med fløde bagt i bacon og kartoffel gratin med parmesan = veal fillet with sweetbreads and truffles, madeira sauce and gratinated potatoes with parmesan.

• Valnødde-marengskage med honning-citronfløde = walnut meringue cake with honey and lemon cream.

• Hvid chokolade iscreme med chokolade tuilles og svedsker i ahorn-sirup = white chocolate icea cream.

• Bagt æble med karamelcreme og orangesauce med koriander = baked apple with caramel creme and orange sauce with coriander.

Saison

Hellerup Parkhotel, Strandvejen 203, 2900 Hellerup. Phone: 3962 4842. Fax: 3962 5657. Hours: Closed Sunday. Price: DKr.800 ($139) for two. All major cards.

The doyen of Danish chefs, Erwin Lauterbach, is back in Copenhagen and runs a restaurant in Hellerup Parkhotel in the suburb of Hellerup, on the coast road from Copenhagen to Elsinore, when you have just passed the Experimentarium exhibition and the Tuborg breweries. Lauterbach specializes in nouvelle vegetarian cuisine.

Beautiful, bright and spacious, with dark parquet and light furniture, red and golden curtains, brass and glass chandeliers, candlelights and white linen on the tables, and paintings by contemporary Danish artists. The kitchen is partly in view. Service by knowledgeable waiters is outstanding but rather busy at times. Good care is taken of the guests.

• Foie gras af and i terrine med briochebrød = duck liver in terrine with brioches.

• Crudité med grøntsager, safranmarinade og krydderurtetoast = crudité of vegetables, saffrom marinade and spiced toast.

• Jordskokker og blomkål med rosiner og kapers i muskatnøddesauce = mushrooms and cauliflower with raisins and capers in nut sauce.

• Grillet filet af torsk med porrer og linser = grilled cod fillet with lentils.

• Pandekager krydret med chili og serveret med hvidebønner i sauce med friske koriander = pancakes spiced with chile and served with white beans in sauce with fresh coriander.

• Makroner med kastanjeis og chokoladesauce = Macaroones with castagne ice cream and chocolate sauce.

• Anisparfait med karameliseret ananas = Anis parfait with caramelized pineapple.

Sankt Annæ

Sankt Annæ Plads 12, 1250 K. Phone: 3312 5497. Hours: Closed dinner; Saturday & Sunday. Price: DKr.150 ($26) for two. All major cards. (C2).

Alongside hotel Neptun, 200 meters from Kongens Nytorv square, a small hole for 32 lunchers sitting tight, if they can get through the narrow entrance. All the food is made on the premises.

This is a nice place, decorated with wagon wheels and old wagon drawings. There is no menu. Instead you trot to the bar, where the food is, and point out what you want to eat.

• Salmon with shrimp.

• Egg with shrimp.

• Marinated herring.

• Danish cheeses.

Skagen

Toldboldgade 2, Kælderen, 1253 K. Phone: 3393 8385. Hours: Closed Monday. Price: DKr.540 ($94) for two. All major cards. (C2).

A simple cellar restaurant with a seaside atmosphere and a short menu of standardized Danish-French cooking on the corner of Nyhavn and Toldbodgade, about 300 meters from Kongens Nytorv.

Benches of dark wood line the walls. There are ship lanterns, candles, stones and conches in the window-sills. The linen is white and gray. Seaside paintings enhance the ambience. Service is frendly but not very professional.

• Poulard frikasse med kammuslinger og salad = braised pullet pieces with mussels and salad.

• Andeleverterrine med svampe = duck liver terrine with mushrooms.

• Hummerfrikassé med urter = lobster pieces with herbs.

• Stegt lyssej med hummersauce = pan-fried saithe with lobster sauce.

• Kalvemørbrad med røgede svampe-sauce = veal with smoked mushroom sauce.

• Desserttallerken = mixed desserts.

Skildpadden

Gråbrødretorv 9, 1154 K. Phone: 3313 0506. Price: DKr.120 ($21) for two. All major cards. (B2).

An inexpensive café-cum-restaurant on the friendliest square in the center. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Slotskælderen

Fortunstræde 4, 1065 K. Phone: 3311 1537. Hours: Closed dinner & Sunday & Monday. Price: DKr.200 ($35) for two. All major cards. (B2).

One of the better lunch restaurants in the center, near the pedestrian Strøget. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Sorte Ravn

Nyhavn 14, 1051 K. Phone: 3312 2011. Fax: 3393 3511. Price: DKr.800 ($139) for two. All major cards. (C2).

A cozy and pretty restaurant with solid French cuisine on the quiet side of Nyhavn, between the Kongens Nytorv square and Holbergsgade.

A bright place with small and deep windows, white walls and white linen, red ceiling bricks, brown leather benches and comfortable Nordic chairs. The table service is elegant, includes oil lamps and large wine glasses. There are rough bast mats on the floor. The total ambience is one of warmth and relaxation, just as the service.

• Dybkaosrejer omviklet med bacon, serveret med beurre blanc, tomatconcassé og vilde ris = ocean shrimp with bacon, served with melted butter, tomatpuré and wild rice.

• To slags laks med estragonsky, urter, hakkede æg, citronglacerede østers, salat og purløgescreme = two types of salmon in tarragon fond, with herbs, ground eggs and oysters in lemon glace.

• Indbagt pighvarfilet med hummerkød, laksemousse, samt hummer-cognac sauce = baked turbot with lobster, salmon mousse and lobster-brandy sauce.

• Helstegt svampefarseret dyrefilet med bær, selleriepure, andelevermousse and Madagaskar-pebersauce = braised venison with mushroom puré, berries, celery puré, duck liver mousse and pepper sauce.

• Lettfrossen nødde nougatkage med appelsin og solbærsorbet = lightly frozen nut and nougat cake with orange and blackcurrant sorbet.

• Frisk frugtsorbet = sorbet of fresh fruit.

Spinderokken

Trommesalen 5, 1614 V. Phone: 3122 1314. Fax: 3122 3513. Hours: Closed lunch; Sunday. Price: DKr.400 ($70) for two. All major cards. (A3).

The heavily decorated restaurant 100 meters from the central railway station has remained unchanged for a long time, hiding behind two stained windows and a heavy oak door. This peaceful and lazy place is old-fashioned in cooking, in service and in decor.

The old and dimly lit dining room in front is preferable to the newer one on the side. Oak, copper, antiques, candles, woven fabrics are all around. Here people do not hurry, even at lunch, when they linger into the afternoon, chatting over a glass of cognac. Lately a cold lunch buffet has been the specialty of the house, culminating in many types of marinated herring.

• Breast of turkey with creamed eggs.

• Three types of marinated herring with black bread.

St Gertruds Kloster

Hauser plads 32, 127 K. Phone: 3314 6630. Price: DKr.1150 ($200) for two. All major cards. (B2).

A unique and an immense restaurant for parties and tourist groups in the cellar of a charming 14th C. convent, a few steps from Kultorvet square, on the north side of the street, unusually furnished and lit by 1500 candles without the help of electricity. Sadly service and cooking do not reflect the high standard of the design.

Brick vaults, arcades. old chairs and tables of massive wood, heavy staircases, beams and pillars, religious artifacts and noisy diners. Aperitifs are taken in nooks and crannies and coffee is served in a library of leather furniture. Service is in the style of conveyor belts, rather rude and inattentive. Butter is served in airline alumnium packages.

• Flødeglaceret hummersuppe med armagnac og hummerkød = cream glazed lobster soup with armagnac and lobster chunks.

• Friskkogt hummer serveret i safranfløde, tilsmagnt med hvid bourgogne og dild = poached lobster in saffron cream, with white wine and dill.

• Andebryst letsalted og stegt på grill, serveret med risted andelever, estragonsauce, dagens grøntsag og kartoffel = lightly salted duck grilled and served with roasted duck liver, tarragon sauce, vegetables of the day and potatoes.

• Helstegt oksemørbrad serveret med kraftig trøffelsauce, hertil sauteret frisk spinat, ristede svampe = beef fillet with truffle sauce, sautéed spinach and roasted mushrooms.

• Letfrossen appelsinkage med nøddekrokant og hindbærpuré = lightly frozen orange cake with nut croquant and raspberry puré.

• Skobærparfait med karamelfløde og friske jordbær = parfait of berries from the wood with caramel cream and strawberries.

Sticks ‘n Sushi

Nørre Søgade 11, 1370 K. Hours: Closed lunch. Price: DKr.250 ($43) for two. All major cards. (A2).

One of the best Japanese restaurant in town, in the Kong Arthur hotel, near the central lakes. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Thorvaldsen

Gammel Strand 34, 1202 K. Phone: 3332 0400. Fax: 3332 0797. Hours: Closed Sunday & in winter dinner. Price: DKr.350 ($61) for two. All major cards. (B2).

Conveniently located opposite the palace island. (Shortlisted for evaluation and inclusion)

Tivolihallen

Vester Voldgade 91. Phone: 3311 0160. Hours: Closed Saturday & Sunday. Price: DKr.120 ($21) for two. All major cards. (B3).

The baccalao saltfish center in town is in a 125 year old cellar just behind the city hall, 300 meters from Rådhuspladsen. You either order your baccalao by phone or wait for 25 minutes to get the exquisite delicacy on your plate, overcooked in the Icelandic manner.

Middle-aged regulars sit on worn benches and torn chairs in two tired and cozy rooms to devour big portions of baccalao and other grandmother’s dishes. Everything is clean and the linen is gleaming white. There is no menu and no price list.

• Saltfish, Icelandic way.

1996

© Jónas Kristjánsson

New York introduction

Ferðir

History

The Dutch arrived in 1621 and lost the city to the English in 1664. After independence New York grew enormously and haargest city in the world by 1900. It is one of the main centers of immigrations to the United States. Manyd become the second largest city in the world by 1900. It is one of the main centers of immigrations to the United States. Many district are dominated by ethnic groups and serve as transit stations for new citizens.

Life

New York is always lively, sometimes friendly and even human at times. People talk freely with strangers, not only at the bar. Foreigners are accepted as people, partly because a third of the local people is born abroad. New York is not America and not Europe, but rather a melting pot of both and of the Third World too. Some parts of town are reminiscent of Cairo or Calcutta.

If there is a center of the world, it is Manhattan, the world center of art and museums. It also has outlets of all the famous shops of the world. It has 10,000 restaurants, including all the ethnic ones. It has newspapers and radio stations in 50 languages. Daily there are important happenings somewhere in Manhattan. Celebrities come by the dozens.

Manhattan is always changing. Some run-down districts have been renovated, mostly at the initiative of avant-garde artists. Restaurants, cafés and money have followed in their wake. People either love or hate New York. It is soft and hard at the same time, but mainly it is rapid and excited, sometimes frenzied. It is where the action is. It is the moment itself.

Embassies

Australia

636 5th Avenue. Phone: 245 4000.

Canada

1251 6th Avenue & 50th Street. Phone: 768 2400.

Ireland

515 Madison Avenue. Phone: 319 2555.

New Zealand

37 Observatory Circle, Washington DC. Phone: (202) 328 4880.

United Kingdom

845 3rd Avenue. Phone: 752 8400.

Accident

Phone: 911.

Ambulance

Phone: 911.

Complaints

Phone: 944 0013.

It is of no use to complain about anything. Stolen goods will not be recovered.

Travelers’ Aid, 944 0013, can give advice and help.

Dentist

Phone: 677 2510.

679 3966 (9-20), 679 4172 (20-9)

Fire

Phone: 911.

Hospital

St Vincent’s, 11th Street and 7th Avenue, 790 7997. St Luke’s Roosevelt, 58th Street and 9th Avenue, 523 6800.

Medical care

Phone: (718) 238 2100.

Pharmacy

Kaufman’s, 557 Lexington Avenue at 50th Street, 755 2266, is open day and night.

Police

Phone: 911.

Precautions

Avoid Central Park, the subway and deserted areas after dark. Stay where the crowds are and near the outer edge of the pavement. Hold fast to your handbag. Keep money in front pockets of trousers. Use credit cards as much as possible. Do not keep identification papers in the same place as your money. Do not leave valuables in hotel rooms.

Do not dress expensively. Walk with a good stride as if you knew your way. Tell rapists that you carry AIDS. Avoid fights. Have small bills in your outer pockets to hand to muggers immediately.

Banks

Most banks are open Monday-Friday 9-15. Some of them do not change foreign currency. Americans are not as used to foreign currency as Europeans are.

Credit cards

Credit cards are accepted almost everywhere.

Missing cards: American Express (800) 528 4800, Diners Club (800) 525 9135, Master Card – Eurocard – Access (800) 627 8372, Visa (800) 336 8472

Electricity

American electricity is 115-120 AC. For European appliances you need an adapter. American plug have two flat prongs.

Hotels

Copenhagen hotels are generally clean and well maintained, including plumbing. American hotel rooms tend to be larger than European ones and often have two double beds. A bathroom is taken for granted nowadays.

We only include hotels with private bathrooms, and in most cases we also demand a direct telephone line, working air-condition, and peace and silence during the night. Only hotels in the city center are included as we want to avoid long journeys between sightseeing and our afternoon naps.

The price ranges from $115 to $280, excluding breakfast, but including city taxes. Take note that hotels and travel bureaus generally quote prices without the 13,25% + $2 taxes.

We checked all the hotels in this database during the winter of 1995-1996 as everything is fickle in this world. We have also tested some other hotels that are not included as they were not on par with the best in each price category. Some expensive hotels in Copenhagen are in fact no better than our selection of smaller and cheaper hotels.

Money

The currency in the United States is dollar, $, divided into 100 cents, c. There are $100, $50, $20, $5 and $1 notes, and coins for 25c, 10c, 5c and 1c.

Prices

Prices are stable in the United States.

Shopping

Department stores and fashion shops are generally open 9/10-18 and in some cases on Thursday -20/21. Some are open Saturday and even on Sunday afternoon.

Everything is available in New York. Prices are generally low by European standards and the quality may also be low.

Tipping

Tips are not included in restaurant bills (checks). Normal tips are 15-20%. You can make it simple by doubling the amount of the 8,25% sales tax shown on the bill. Porters get $1 for each bag, room service gets 1$, room maids get $3-5 per week, toilet attendants 50c. Taxi drivers, barbers and hairdressers get 15%.

Toilets

Toilets are in restaurants, museums and department stores. You often have to pay 10c or tip 50c. Do not use the toilets in subway stations.

Tourist office

New York Convention and Visitors Bureau, 2 Columbus Circle. Opening hours: Monday-Friday 9-18, Saturday-Sunday 10-18, phone 397 8222.

Water

Tap water is drinkable but many use bottled water as a precaution.

Accommodation

There is no central agency for booking accommodation. New York Convention and Visitors Bureau, 2 Columbus Circle issues annually a free booklet: The New York Hotel Guide. Opening hours: Monday-Friday 9-18, Saturday-Sunday 10-18, phone 397 8222.

Airport

Carey Airport Express Buses depart for Kennedy and LaGuardia airports every 30 minutes from 125 Park Ave.(near Grand Central), Port Authority (42nd between 8th & 9th), the Hilton Hotel (near Rockefeller Center at 53rd & 6th, Holiday Inn Crowne Plaza (at 48th & Broadway), Sheraton Manhattan Hotel (7th between 51st & 52nd) and Marriott Marquis (at Broadway and 45th).

New Jersey Transit Bus departs for Newark Airport every 10-20 minutes form the Port Authority Bus Terminal. Olympia Trails Bus departs for Newark Airport every 20/30 minutes from Penn Station (at 34th & 8th), Park Avenue & 41st, and One World Trade Center.

A taxi takes one hour to Kennedy ($35) and LaGuardia ($20) and 40 minutes to Newark ($50). Between Kennedy and LaGuardia a taxi costs $15 and between Kennedy and Newark $60.

News

The New York Magazine, The New Yorker and the Village Voice list entertainment and culture activities in New York. Art News and Art Now concentrate on culture.

Phone

The United States country code is 1. The local code for Manhattan is 212, for other parts of London it is 718. To phone a number outside your area, first dial 1 before the local code. To phone long distance from a pay phone, first dial 0 before the local code. The foreign code from the United States is 011.

Post

The General Post Office, 8th Avenue and 33rd Street, tel. 967 8585, is open 24 hours a day.

Railways

Grand Central Terminal serves commuter trains from New York’s suburbs and Connecticut. Penn Station serves long-haul trains from other parts of the United States and Canada.

Taxis

You can hail taxis in the street. Only use yellow, licensed cabs. Their roof numbers are lit up when they are available. All cabs have meters and most can issue printed receipts. Many cabbies do not speak English and more cabbies do not know where to find addresses. For information phone 840 4572.

Bell Radio Taxi 691 9191, Big Apple Car 517 7010.

Traffic

Pedestrians should take great care in traffic. Many drive carelessly and some ignore red lights.

It is easy to find one’s way around in most of Manhattan, because of the numbering system of avenues and streets. Streets are numbered west and east from the 5th Avenue. They jump one hundred at each Avenue intersection. Even numbers are on the south side, odd numbers on the north. Addresses are often given with both avenue and street numbers.

The buses are cleaner and much more comfortable than the subway, which in turn is much quicker and is operated around the clock. The fare is the same. You pay with subway tokens from attendants at stations or from automats.

Cuisines

The 10,000 restaurants of Manhattan reflect the ethnic diversity of the city. You can travel around the world without ever leaving the island of Manhattan. Especially well represented are the cuisines of Latin America and the cuisines of the nations of the Pacific rim, such as Japan and China. France is of course well represented as everywhere else.

Restaurants

New Yorkers dine out every third day, according to researchers. They consider it a way of life and do not dress up to the occasion. Many of them are well versed in good food, making it possible to operate hundreds of excellent restaurants in addition to those who are bad or impossible.

Service

Generally not as formal as in most other countries in the world and generally not as educated. “Hi, I’m Joe”, is typical of American waiters.

Wine

California wine can be very good. It covers the whole spectrum from plonk to similar heights as French classified growths.

1996

© Jónas Kristjánsson

Venezia introduction

Ferðir

Art

Venetian painters, born there or living there, were for centuries among the best artists of Italy. They did not introduce e Gothic style or the Renaissance style, but they took them up and made a tradition of them.

Venetian art was born of Constantinopel roots and mixed the Byzantine style with the Gothic one. Mosaics and gilding characterize the first Venetian artists such as Paolo and Lorenzo Veneziano. Then came Jacopo Bellini, the brothers Gentile and Giovanni Bellini, Andrea Mantegna, Bartolomeo Vivarini and Vittoro Carpaccio with sharp paintings at the early Renaissance.

The heyday of Renaissance can be seen in the play of light and shade in the paintings of Tiziano, Tintoretto and Paolo Veronese. The main Venetian artists during the Baroque and Rococo periods were Canaletto, Pietro Longhi, Giambattista Tiepolo and Giandomenico Tiepolo. In almost all the many churches in Venice there are works of art by these world famous artists.

Carnivale

The Venetian carnival is the oldest carnival in the world, started in the 11th C. Originally it was an on-going feast of a two-month duration, but now it goes on for ten days before the start of Lent in February. People wear masks and costumes and try to go wild. Many costumes are fantastic and the masks are a main souvenir item of Venice.

Gondolas

Gondolas are one of the main characteristics of Venice, built according to a thousand year old design. They are asymmetrical, with a leftward curve, to compensate for having only one oar. They are all black, 11 meters long, exactly built from nine woods, and cost £10000 each. When they were the main transport in town they numbered about 10,000 but now they are only 400.

When Venice became a tourist city the role of the gondolas changed from being a means of transportation into a romantic institution, where the oarsman sang arias for couples in love. The third stage was reached with Japanese tourists who sail in groups in several gondolas on Canal Grande with an accordionist and a retired opera singer. That is the main use of gondolas nowadays.

History

Venetians descend from the Veneti who lived in the Po delta in Roman times. Attacks during the great European migrations drove the people out in the lagoon fens, where the city was founded on 100 islands, in 421 according to Venetian tradition. They drove piles into the mud, built their houses on them and connected islands with the characteristic canals and bridges.

They faced the sea and soon became great sailors and merchants. Impassable fens defended the city on the land side and their ships on the sea side. They soon started trade with Constantinople, the main city of the world at that time and were influenced by Byzantine art. In the Middle Ages they expanded their power in the Mediterranean and were victorious over Byzantium in 1204.

When other Italian cities fought civil wars during the Renaissance, Venice was a stable republic of ca. 2000 nobles who elected a Doge. This aristocracy survived more or less intact for 11 centuries, until Napoleon put an end to it without battle at the end of he 18th C. Venice had started to decline in the 16th C. when the Atlantic Ocean surpassed the Mediterranean in trade.

Life

Venice is unique. The main traffic artery is a wide river lined with elegant palaces. Boats are used for all public transport and transport of goods. The rest of the traffic is pedestrian. There is no noise or air pollution from cars, which are none. The refreshing air from the ocean fills up with the natural sounds of waves and people’s conversation. There is no modern stress.

The city has become a single, giant museum of the great centuries of Venice. Still dozens of thousands of people live there, about half the population during the golden ages. Also dozens of thousands come in to work every morning and leave at night. The tourists add to these numbers. Venice is thus a living city, even if it has been on the decline for the last centuries.

The city is a continuos artwork and history of arts. Every church has some jewels by the old masters. Some of the old palaces have been converted into museums and other into hotels. It is full of restaurants offering good Adriatic seafood. It is full of boats, from the slow gondolas to the speedy water-taxis. It is a constant relaxation for culturally minded travelers.

Palazzi

Hundreds of palaces line the canal banks of Venice. Usually they have decorative fronts to the water and simple rear sides to pedestrian alleys. Usually they have four floors. On the ground floor were storerooms and offices. Reception rooms were on the first floor, the piano nobile. The family lived on the second floor and the servants on the third.

The oldest and most enchanting palaces are from the 13th C., in Byzantine style, with light and high arcades on slender columns, covering the entire width of the first floor. Palazzo Loredan is a good example. Most numerous are the Gothic palaces, from the 13th-15th C., characterized by pointed arches, pointed windows and lace windows. Palazzo Foscari is a good example.

There are heavier palaces in Renaissance style from the 15th-16th C., symmetrical and mathematical in design, with fluted columns and Corinthian capitals. Palazzo Grimani is a good example. From the 17th C. are finally very heavy Baroque palaces with exaggerated decoration and deep windows on the front sides. Ca’Pesaro is a good example.

Preservation

Venice has been sinking, especially in the 20th C. This results from the drying of land for the expanding industry in the neighboring towns of Mestre and Porto Marghera and from excessive use of fertilizer in the Po valley. The use of motor boats has also disturbed the canals and weakened the foundations of buildings. Preventive action has now slowed down the sinking.

Germany

Sottoportego Giustinian, Accademia. Phone: 522 5100.

United Kingdom

Palazzo Querini, Accademia, Dorsoduro 1051. Phone: 522 7207.

Accident

Phone: 113.

Ambulance

Phone: 523 0000.

Complaints

It is generally useless and a waste of time to complain in Italy. Instead try to look at the bright side.

Fire

Phone: 115.

Hospital

Ospedale Civile, Campo Santi Zanipolo. Phone: 523 0000.

Medical care

Phone: 118.

Pharmacy

Hours: Monday-Friday 8:30-12:30 & 16-20, Saturday 9-12.

Closed pharmacies have signs on their doors to point out where there is night duty. Opening times are also in Un Ospite di Venezia. Many minor drugs are available without prescription.

Police

Phone: 112.

The city police, Vigili urbani, wear blue uniforms in winter and white in summer. The state police, La Polizia, wear blue uniforms with white belts and berets. The military police, Carabineri, wear red-striped trousers. You can ask all three types for help.

Precautions

Don’t use a handbag. Keep money in inside pockets. Use cards as much as possible. Don’t keep passports in the same place as money. Don’t leave valuables in a locked car. Beware of gypsy children, especially in groups. Petty crime abounds, but there is very little violent crime in Rome.

Banks

Banking hours are Monday-Friday 8:30-13:30 & 14:45-15:45. Change foreign money in banks or at “cambio”-offices, not in hotels. Some banks only change foreign money during the morning hours. A bank is open 24 hours a day at the central railway station but often there is a long queue. At Marco Polo airport at Venice an exchange office is open all day.

Credit cards

Credit cards are widely accepted in hotels, restaurants and shops. Visa and Eurocard (Access, MasterCard) have the largest circulation. Their emergency freephone is 167 82 80 47. American Express has 722 82 and Diners Club has 167 86 40 64 (freephone).

Electricity

Italian voltage is 220V, same as in Europe. Plugs are continental.

Hotels

Venetian hotels are generally clean and well maintained, including plumbing, if they have three or more official stars. But two-starred hotels can also be very good, even if they do not have TV sets in guest rooms. A bathroom is taken for granted nowadays. Some hotels have been set up in famous palaces, which are still decorated with antiques.

It is more expensive to stay in Venice than elsewhere in Italy. You can stay inland and go by train or car to Venice in the morning, but this also costs some time and money.

Breakfast in Italian hotels is usually worthless, just as in French hotels. It is better to get a freshly pressed juice, newly baked bread and cappuccino at a corner café.

Money

The currency in Italy is the lire (L.). Paper money is dominant, 1000, 2000, 5000, 10000, 50000 and 100000 lire (L.), increasing in size with their value. Coins are for 50, 100, 200 and 500 lire.

Prices

Prices in Venice are unusually high by Italian standards and are increasing on par with Western Europe.

Shopping

Shops are generally open 9-12:30, 15:30-19:30 in winter, 16-20 in summer. Sometimes they close earlier on Saturday. Many tourist shops are open all day and Sunday.

Street numbers

Houses in Venice are not numbered according to streets, but to districts. A hotel at the street of Calle largo 22. Marzo has the address of San Marco 2159. This can be frustrating for strangers who do not have further information on locations.

Tipping

A service charge is generally included in restaurant bills. Some guests leave a few thousand lire extra. Gondoliers do not expect tips. Taxi drivers expect at least 10% from foreigners. Porters expect L. 1000 per bag.

Toilets

There are some public toilets in the center. The toilets in cafés are sometimes not up to standard, but generally they are acceptable in restaurants. Many of them are for crouching and not for sitting. Bring the paper if you are not visiting a restaurant.

Tourist office

Piazza San Marco 71c. Phone: 522 6356.

Uffici Informazioni.

Water

Tap water is usually clean and tasty in Venice. In restaurants most people drink bottled water.

Accommodation

Tourist offices at the Marco Polo airport at Venice and at the Piazzale Roma car park building in Venice find hotel rooms for travelers. Rooms with “twin bed” are often larger that those with “double bed”. Rooms on the canal side are often quieter and brighter that those on the street side. Rooms in Venice proper cost more than others, but you save time and transportation costs.

Airport

Marco Polo. Phone: 260 9260.

A taxi takes 15 minutes from Marco Polo airport to Piazzale Roma in Venice and a bus takes 30 minutes, costing L. 5000. A public boat, Vaporetto, is 50 minutes to San Marco, costing L. 15000. A water taxi is 25 minutes to any location in the city, costing L. 130000

News

International Herald Tribune and some other foreign newspapers are available at many kiosks in Venice. The main Venetian newspapers are Gazzettino and Nuova Venezia. There are three TV channels, Uno, Due and Tre, and additionally cable channels in many hotel rooms, including CNN. Information on what is on in Venice is in the free booklet, Un Ospite di Venezia.

Phone

The Italian country code is 39 and the local code for Venice is 41. The foreign code from Italy is 00.

Post

Fondaco dei Tedeschi, Rialto.

The Italian postal service is inefficient. The main post office in Venice is in the Fondaco dei Tedeschi palace beside the Rialto bridge.

Railways

Ferrovia Santa Lucia. Phone: 71 5555.

The Italian railway system is inexpensive and effective. The Santa Lucia railway station in Venice is near Piazzale Roma at the west end of Grand Canal. The public water transportation system is centered on the station.

Taxis

Phone: 522 2303.

Water taxis is the fastest way and the most expensive way to get around in Venice.

Traffic

The simplest way of exploring Venice is by foot. The city is only 5 km x 2 km. The next best transport is by water bus. Line 1 stops almost at all stations in Grand Canal. A three-day pass to all lines costs L. 30000 and a seven-day pass costs L. 55000. The romantic way of travel is by gondola, which costs L. 70000 per 50 minutes in daytime and L. 90000 at night.

Coffee

Italians are the first-class nation of coffee culture. They drink all their coffee freshly ground in espresso machines. Most often they drink espresso or caffè = very strong; doppio = double the size of an espresso; cappuccino = espresso mixed with air-whipped milk. Bad coffee for tourists is called americano. Italians usually have their coffee standing at the bar.

Cuisine

Foreigners often think that Italian cooking consists mainly of pastas after pastas. In fact this is more complicated. Italians do not talk of Italian cooking, but of Venetian, Tuscan, Ligurian, Latin and so on. In this database we concentrate on Roman cooking, even if we include restaurants representing other types of Italian cooking.

Eating habits

Italians do not eat much in the morning. They may have an espresso and cornetto at the corner café or bakery. Lunch often starts at 13:30 and dinner at 20:30. Both lunch and dinner are hot meals and are equally important. Italians like food and consume it with abandon.

They are on the other hand careful with the wine and some only drink water. Tap water is very good and clean in Rome, coming in ducts from the mountains. In restaurants most people have bottled water though, aqua minerale, often with gas, gassata.

Menus

An Italian menu typically has five sections: Antipasti = starters; pasti or asciutti or primi platti = pasta courses; secundi piatti = fish or meat; contorni or verdure = vegetables and salads; dolci and frutti and formaggi = sweets, fruit and cheeses.

There are no rules on the number of courses in a menu. Some have a starter and then two pastas, one after the other. The usual thing is to have three courses. It could be a starter, a pasta and a meat course. Or it could be a pasta, a meat, a side course. Or a pasta, a meat and a dessert.

The price of a starter, pasta or a bottle of the house wine is usually two times the price of a side course or a dessert; and the price of a main course is usually three times the price. The prices in this database are usually calculated on the basis of a starter, a second course, a side course, a dessert, mineral water and coffee. All prices are for two persons.

Restaurants

Lunch hour is 13:30-15, dinner 20:30-23. In most places the owner or some waiters understand English. Venetian restaurants are generally small and clean, sometimes accidentally decorated. They usually have linen tablecloths and linen napkins, most often white.

Nowhere in the world is the service in restaurants better than in Italy. The waiters are generally quick and effective. They hurry with the courses until you arrive at the last course. Then everything slows down. It seems that Italians like to eat in a hurry and then to linger on over the wine glass or coffee. Quick service does not mean that the waiter wants to get rid of you.

Seafood

Many Venetian restaurants specialize in Antipasto di frutti di mare = mixed seafood as a starter. It offers samples of many tasty things such as:

Aragosta = lobster;

Calamari and Seppie = squid;

Cappe and Vongole = shellfish;

Cappesante = scallops; Folpi and Polipo = octopus;

Gamberi = big prawns;

Granceola = spider crabs; and

Scampi = Dublin Bay prawns.
Popular with locals is

Baccalà mantecata = plucked stockfish, mixed with olive oil, parsley and garlic. Common fish from the Adriatic are

Branzino = sea bass;

Rospo = angler fish;

Orata = gilt head;

Rombo = brill;

San Pietro = John Dory;

Sogliola = sole; and

Spigola = sea bass.

Generally they are best grilled.

Specialities

Seafood is the most important aspect of Venetian cooking. Otherwise one of the main specialties is Polenta = maize puré, often sliced and grilled. Another is Fegato alla veneziana = pan-fried calf liver with onions. Popular is Carpaccio = thin slices of raw beef with olive oil and salad. A classic course is Insalata mista = mixed salad, usually very good.

The most famous dessert of Venice is Tiramisù, a kind of a cheese truffle, spiced with coffee and chocolate. It derives from Byzantium and has spread from Venice through the West. Cheeses from the Veneto area are Asiago, Fontina and Montasio. Most restaurants also offer Grana, Taleggio and Gorgonzola.

Wine

The house wine is usually well chosen and economical, either bianco or rosso, white or red. Connoisseurs can have a look at the list to find something unusual, as no country in the world has as many different labels. Italian wine is generally good, sound and simple, but lacking in great growths. Italians do not take their wine as seriously as the French do.

The wine areas north and west of Venice are Veneto and Friuli. The best wines have both area denomination and grape variety on the etiquette. Some Merlot comes from Colli Euganei. Other good Veneto districts are Breganze, Piave, Gambellara, Pramaggiore and Conegliano-Valdobbiadene. In Friuli are Aquileia, Collio Goriziano, Colli Orientali, Grave del Friuli, Isonzo and Latisana.

Farther west, in the hills around Verona, there are still better known wine districts, such as Bardonlino, Valpolicella, Soave, and inside them still smaller and better areas, called Superiore and Classico at the top end.

1996

© Jónas Kristjánsson

Feneyjar veitingar

Ferðir

Hádegisverðartími er 12:30-14, kvöldverðartími 19:30-22. Yfirleitt skilur eigandinn eða einhverjir þjónar ensku. Feneysk veitingahús eru yfirleitt lítil og hreinleg, stundum tilviljanalega innréttuð. Þau hafa yfirleitt lín á borðum og línþurrkur, oftast hvítar.

Hvergi í heiminum er þjónusta betri en á Ítalíu. Þjónar eru yfirleitt fljótir og afkastamiklir. Þeir fylgja vel eftir með nýjum réttum, þangað til þú ert kominn í síðasta rétt. Þá hægir á öllu. Ítalir virðast vilja snæða hratt og fara sér síðan hægt yfir vínglasi eða kaffi. Snör þjónusta þýðir ekki, að þjónninn vilji losna við þig.

Matarvenjur

Ítalir borða ekki mikið á morgnana. Þeir fá sér espresso eða cappucino og cornetto smjördeigshorn á kaffihúsi götuhornsins. Hádegismatur í Feneyjum hefst oftast kl. 13 og kvöldverður kl. 20. Bæði hádegisverður og kvöldverður eru heitar máltíðir og jafn mikilvægar. Ítölum geðjast að mat og innbyrða hann svikalaust.

Þeir fara hins vegar varlega með vín og sumir drekka aðeins vatn. Kranavatn er drykkjarhæft í Feneyjum. Í veitingahúsum drekka samt flestir vatn af flöskum, aqua minerale, kallað frizzante, ef það er sódavatn.

Matreiðsla

Útlendingar halda oft, að ítölsk matreiðsla felist aðallega í pöstum á pöstur ofan. Í rauninni er málið flóknara. Ítalir tala ekki um ítalska eldamennsku, heldur feneyska, toskanska, lígúrska, latneska og svo framvegis. Feneyska eldamennskan leggur mikla áherzlu á hrísgrjón og sjávarfang og er undir meiri austrænum áhrifum en önnur eldamennska á Ítalíu.

Matseðlar

Dæmigerður ítalskur matseðill er í fimm köflum: Antipasti = forréttir; pasti eða asciutti eða primi piatti = pastaréttir eða hrísgrjónaréttir; secundi piatti = fiskur eða kjöt; contorni eða verdure = grænmeti og salöt; dolci og frutti og formaggi = eftirréttir, ávextir og ostar.

Engar reglur eru um fjölda eða röð rétta á matseðli. Sumir fá sér forrétt og síðan tvær pöstur, hverja á fætur annarri. Venjulegastir eru þrír réttir. Er þá til dæmis byrjað á forrétti eða pöstu og endað á síðari rétti með hliðarrétti. Eða byrjað á pöstu og endað á síðari rétti með hliðarrétti. Eða byrjað á pöstu, farið í síðari rétt og endað á eftirrétti.

Verð forréttar, pöstu eða flösku af víni hússins er yfirleitt nálægt því að vera tvöfalt verð hliðarréttar eða eftirréttar; og verð aðalréttar er venjulega þrefalt verð þeirra rétta. Verðið hér er yfirleitt miðað við forrétt, aðalrétt, hliðarrétt, eftirrétt, flöskuvatn og kaffi. Allt verð er gefið upp fyrir tvo.

Sérgreinar

Sjávarfang er merkilegast í matreiðslu Feneyinga. Að öðru leyti er ein helzta matarsérgreinin Polenta = maísþykkni, oft skorið í sneiðar og grillað. Önnur er Fegato alla veneziana = pönnusteikt kálfalifur með lauk. Vinsælt er Carpaccio = næfurþunnar sneiðar af hráu nautakjöti með olífuolíu og salati. Sígilt er Insalata mista = blandað hrásalat, yfirleitt frábært.

Frægasti eftirréttur Feneyja er Tiramisù, eins konar ostatertubúðingur, kryddaður með kaffi og súkkulaði. Hann kemur frá Miklagarði og hefur breiðst frá Feneyjum út um Evrópu. Ostar frá héraðinu eru Asiago, Fontina og Montasio. Flest veitingahús hafa líka Grana, Taleggio og Gorgonzola á boðstólum.

Sjávarréttir

Mörg feneysk veitingahús leggja áherzlu á Antipasto di frutti di mare = blandaða sjávarrétti í forrétt. Þar er hægt að bragða ýmislegt frábært, svo sem Aragosta = humar; Calamari og Seppie = smokkfisk; Cappe og Vongole = skelfisk; Cappesante = hörpufisk; Folpi og Polipo = kolkrabba; Gamberi = mjög stórar rækjur; Granceola = kóngulóarkrabba; og Scampi = stórar rækjur.

Vinsæll af heimamönnum er Baccalà mantecata = plokkaður saltfiskur, vel útvatnaður og blandaður olífuolíu, steinselju og hvítlauk.

Algengir fiskar úr Adríahafi eru Branzino = barri; Rospo = skötuselur; Orata = brassi; Rombo = þykkvalúra; San Pietro = Pétursfiskur; Sogliola = koli; og Spigola = barri. Yfirleitt eru þeir beztir grillaðir.

Kaffi

Ítalir eru fremstu kaffimenn heims. Þeir drekka kaffið nýmalað úr espresso vélum. Oftast drekka þeir það espresso eða caffé = mjög sterkt, eða doppio = tvöfalt magn af mjög sterku kaffi. Á morgnana drekka sumir þeirra cappucino = espresso blandað loftþeyttri mjólk. Slæmt kaffi fyrir ferðamenn er kallað americano. Ítalir drekka kaffið standandi við barinn.

Vín

Vín hússins eru yfirleitt vel valin og hagkvæm, annað hvort bianco eða rosso, hvít eða rauð. Vínáhugafólk getur litið í vínlistann til að leita að einhverju nýstárlegu, því að ekkert land í heimi hefur eins mörg mismunandi merki. Ítalskt vín er yfirleitt gott, heilbrigt og einfalt, en nær sjaldnast frönskum upphæðum. Ítalir taka vín ekki eins alvarlega og Frakkar.

Vínhéruðin norðan og vestan Feneyja eru Veneto og Friuli. Beztu vínin tilgreina vínsvæði og þrúgutegund á flöskumiða. Á Colli Euganei svæðinu er ræktað mikið af Merlot. Önnur góð svæði í Veneto eru Breganze, Gambellara, Pramaggiore, Conegliano-Valdobbiadene og Piave. Í Friuli eru Aquileia, Collio Goriziano, Colli Orientali, Grave del Friuli, Isonzo og Latisana.

Aðeins vestar, í hæðunum við Verona eru enn þekktari vínsvæði, svo sem Bardolino, Valpolicella, Soave og innan þeirra enn þrengri og betri svæði, kölluð Superiore og Classico, þar sem bezt er.

A la Vecia Cavana

(Rio terra SS. Apostoli, Cannaregio 4624. Sími: 523 8644. Lokað þriðjudaga. Verð: L.116000 (4907 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Vandaður matgæðingastaður um 600 metra frá Rialto-brú. Frá austurenda brúarinnar er farin merkt leið í átt til Ferrovia (brautarstöðvar). Eftir 500 metra er komið að kirkjunni Santi Apostoli. Þar er beygt til hægri meðfram vinstri hlið kirkjunnar eftir götunni Salizzada del Pistor. Þegar komið er að Giorgione hóteli, er beygt til hægri götuna á enda og þar beygt til vinstri.

Farið er framhjá forréttaskenki, þar sem leiðir skiptast um rómanskan múrboga til tveggja bjartra matsala. Innréttingar eru vandaðar, með miklum viði í veggjum og nútímamálverkum, þéttum trébitum í lofti, stórum gluggum, flísagólfi, blómum, kertaluktum og gulu líni á borðum. Auk sérrétta er hér boðið upp á fjögurra og fimm rétta máltíðir af ýmsu tagi.

• Antipasto misto di pesce Vecia Cavana = rauðar rækjur litlar og gráar rækjur stórar, hálfur kolkrabbi og sneiddur smokkfiskur. • Insalata di polipi e sedano = blaðselju- og kolkrabbasalat. • Penette di grancio = krabbakjöts-pasta. • Insalata mista = blandað hrásalat með miklum kaffifífli. • Gamberi imperiali alla griglia = grillaðar fjórar risarækjur með haus og hala. • Filetto di San Pietro = grillaður Pétursfiskur. • Parmigiano e gorgonzola = tveir ítalskir ostar, annar harður og hinn blár. • Macedonia di frutta fresca = ferskir ávextir sneiddir, með þeyttum rjóma.

Agli Alboretti

(Rio Terra Sant’Agnese. Dorsoduro 882. Sími: 523 0058. Lokað í hádegi og miðvikudaga. Verð: L.150000 (6345 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Matgæðingastaður tilraunamatseðla í gömlu og brakandi húsi við hlið aðalsafnsins í Feneyjum, Accademia. Frá bátastöðinni framan við safnið er farið hliðargötuna vinstra megin við það. Veitingahúsið er við götuna, við hlið samnefnds hótels, um 100 metra frá stöðinni.

Salurinn er tiltölulega einfaldur matsalur hótels, með þéttum bitum í lofti, frekar vönduðum innréttingum, þar á meðal renndum stólbökum, hvítum þiljum, listsýningaplakötum á veggjum, flísagólfi og ljósbláu líni. Þegar við vorum þar síðast, var þar Ísraelsvika með gömlum hebreskum uppskriftum úr bókinni: “La cucina nelli tradizione ebraica”.

• Uova ripiene de avocado = soðnar eggjahvítur, fylltar með lárperumauki í stað rauðu, bornar fram með smásöxuðum tómati og gúrku. • Falaffel con houmus e theina = snarpheitar, kringlóttar baunabollur, harðar utan, mjúkar innan, með heilsoðnum lauk og sesamfræjamauki. • Zuppa di pesce = fiskisúpa. • Mazzancolle in salsa verde = stórar rækjur í grænni sósu. • Avocado gratinado con scampi e curry = Ostbökuð og karríkrydduð lárpera með stórum rækjum. • Carciofi alla giudia = olíudjúpsteiktir ætiþistlar að hætti gyðinga. • Gnochi de zucca con ricotta affumicata = graskerjabollur með reyktum ricotta osti. • Arista di aiale al latte = bakaður svínabógur með mjólkursósu. • Manzo a la greca = nautasmásteik með graskeri og ætiþistlum. • Selvaggina di valle in salme = villibráðarpottur lónsins. • Frutta di stagione = epli, pera og kiwi. • Golosità al Muffato della Sala = harðar og vínvættar Feneyjakökur. • Kaffi hússins í glasi.

Ai Gondolieri

(Fondamenta Zorzi Bragadini, Dorsoduro 366. Sími: 528 6396. Lokað þriðjudaga. Verð: L.170000 (7191 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Skemmtileg veitingastofa í gömlu húsi á fallegum stað í Dorsoduro, á leiðinni milli Accademia og Santa Salute, um 300 metrum frá Accademia. Frá bátastöðinni er farið vinstra megin við Accademia og beygt þar til vinstri eftir vegvísum til Cini og Guggenheim safna. Um leið og komið er að skurðinum Rio della Torreselle er farið til hægri yfir brú að dyrum veitingastofunnar.

Frá barnum frammi við dyr eru nokkur þrep upp í lítinn og annasaman matsal með terrazzo-gólfi og listrænum plakötum á alþiljuðum veggjum, kertaljósum og blómaskreytingum. Fremst er borð með girnilegum tertum. Víður glervasi, fullur af hráu og fallegu grænmeti ósneiddu er borinn á borð meðan beðið er eftir matnum. Hópar eru settir í þröngan hliðarsal.

• Sformati = hrátt grænmeti, tvenns konar pipar, gúrka, kaffifífill, seljustönglar og fleira. • Petto de pollo tartufo con radiccio = kjúklingabrjóst með svartsveppum, kaffifífli og örlitlum tómötum. • Tagliere de polenta con funghi freschi = maísgrautar-pasta með sveppum. • Risotto di secole = smásaxað nautakjöt á hrísgrjónabeði að Feneyjahætti. • Verdure freschedi stagione = fjölbreytt hrásalat. • Specialità del giorno = léttsöltuð lambalærissneið þykk með léttsýrðu súrkáli og tærri grænmetissósu. • Filetto de angus ai ferri = ofnsteikt nautahryggsneið. • Scelta di formaggi freschi = þrír harðir ostar, grana og taleggio. • Varietà di dolci della casa = tertur af vagni hússins.

Al Campiello

(Calle dei Fuseri, San Marco 4346. Sími: 520 6396. Fax: 520 6396. Lokað mánudaga. Verð: L.180000 (7614 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Leikhúsgestastaður milli Markúsartorgs og Rialto brúar, um 300 metra frá torginu, nálægt Fenice og enn nær Goldoni leikhúsinu, heitir raunar eftir þekktasta gamanleik Goldoni. Frá vesturenda Markúsartorgs er gengið að verzlunargötunni Frezzeria, hún farin til hægri, áfram yfir brú og beint áfram eftir Calle dei Fuseri, þar sem beygt er til vinstri inn í húsasund.

Nútímalegur veitingastaðurinn er í þremur hlutum með opnunum á milli. Ljósrautt og ljósbrúnt veggfóður er á tómlegum veggjum og sums staðar nútímamálverk. Með veggjum eru vel fóðraðir bekkir og á grænu terrazzo-gólfi eru þægilegir og vandaðir stólar með bogadregnu baki. Þjónar í svörtum reykjökkum kunna vel til verka.

• Polenta con porcini e gorgonzola = sveppir með maísgraut, blönduðum gorgonzola-osti. • Mazzancolle con porcini all’aceto balsamico = stórar rækjur með porcini sveppum og kryddediki. • Crépes ai formaggio = ostur í eggjaköku. • Risotto di seppie = smokkfiskur á hrísgrjónum. • Fegato alla veneziana con polenta = kálfalifur með lauk og maísgraut að Feneyjahætti. • Insalata capricciosa = blandað hrásalat. • Coda di rospo alla siciliana = pönnusteiktur skötuselur með pönnusteiktu grænmeti, tómati, olífum og kartöflum. • Rombo alla griglia = grilluð þykkvalúra. • Frutta fresca di stagione = niðursneiddar melónur og perur. • Dolci al carrello = eftirréttir af vagni.

Al Conte Pescaor

(Piscina San Zulian, San Marco 544. Sími: 522 1483. Lokað sunnudaga. Verð: L.120000 (5076 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. C2)

Skemmtilega rómantískur fiskréttastaður rétt við Markúsartorg, 200 metra frá torginu. Farið er meðfram Markúsarkirkju norðanverðri og beygt til vinstri í Calle dei Specchieri, farið framhjá bakhlið San Zulian kirkju og beint áfram, unz komið er að veitingastaðnum. Hann er í tveimur húsum og á stétt fyrir framan annað húsið. Við förum í húsið, þar sem stéttin er ekki fyrir framan.

Innan við anddyrið eru freistandi forréttaskenkir. Innra er snyrtilegur, vinkillaga salur með ljósum veggjum, fagurlega skreyttum miklum fjölda fornra nytjagripa. Yfir borðum hanga fallegar smíðajárnsluktir niður úr dökkum bitum í lofti. Fagurlitar flísar eru í gólfi og hvítt lín á borðum. Gestir sitja á bekkjum við veggi eða í renndum stólum á móti, sums staðar í básum.

• Gamberetti olio e limone = rauðar rækjur í olíu og sítrónusafa. • Cicale di mare e cappesante = stórar rækjur og hörpufiskur. • Zuppa di pesce e crostini = fisk- og skelfisksúpa. • Risotto con gli scampi = stórar rækjur á hrísgrjónum. • Insalata verde = grænt hrásalat. • Orata ai ferri = pönnusteiktur brassi. • Scampi alla griglia = grillaðar rækjur stórar. • Fegato alla veneziana con polenta = kálfalifur með lauk og maísgraut að feneyskum hætti. • Macedonia di frutta fresca = ferskir ávextir niðurskornir.

Al Graspo de Ua

(Calle Bombaseri, San Marco 5094. Sími: 520 0150. Fax: 523 3917. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Verð: L.160000 (6768 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Annasamur fjörstaður nokkur skref frá Rialto-brú. Frá suðurhlið brúarinnar er gengið yfir á austurbakkann, beint inn í sundið Bembola og svo beygt strax til hægri inn í næsta sund. Innan við innganginn er skenkur með soðnu grænmeti í hitakössum, sem við þurfum ekki að panta. Í stóru kæliborði er fallegt grænmeti og ávextir annars vegar og hins vegar ýmsir eftirréttir.

Opið er inn í eldhúsið. Veitingarýmið er á þrjá vegu handan skenksins, að hluta á upphækkuðum pöllum. Hangandi vínflöskurekkar og stórir svartir bitar í lofti einkenna staðinn, málaðir gylltum spakmælum. Parkett er á tveimur veggjum, lítil málverk mörg og þétt saman á einum vegg, annars staðar málverk og tilviljanakenndar ljósmyndir. Þjónar eru duglegir og óformlegir.

• Avocado con gamberetti in salsa rosa = lárpera og rækjur í kokkteilsósu. • Granceola de bragoseto al limone = sítrónuvætt krabbakjöt. • Tagliolini alla pescatora = skelfisk-pasta. • Insalatina = hrásalat. • Coda di rospo al forno = ofnsteiktur skötuselur með hvítum kartöflum og bökuðum tómati. • Sogliola di porto ai ferri = ofnsteiktur koli í portvíni. • Frutta del bosco = hindber og brómber. • Sacher mandorla = austurrísk súkkulaðiterta.

Alla Madonna

(Calle della Madonna, San Polo 594. Sími: 522 3824. Fax: 521 0167. Lokað miðvikudaga. Verð: L.115000 (4864 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Afar góður og annasamur matstaður, mikið sóttur af heimafólki, aðeins um 100 metra frá Rialto-brú. Gengið er frá vesturenda brúarinnar til vinstri eftir Riva del Vin og síðan beygt inn í sund, þar sem veitingastofan er á vinstri hönd.

Þröngt og þétt er setið í mörgum litlum herbergjum. Staðurinn er einfaldur að sniði, með miklum fjölda málverka á ljósum veggjum, þægilegum stólum og hvítu líni á borðum. Fljótvirkir og kunnáttusamir þjónar verða að þræða í króka milli borðanna, þar sem hávaðasamir gestir masa út í eitt. Stemmningin er lystaukandi.

• Gamberetti = rauðar rækjur í olíu og sítrónusafa. • Zuppa di pesce = fiskisúpa. • Sarde in saor = sýrðar sardínur. • Risotto pescatore = sjávarréttir á hrísgrjónum. • Pasta e fagioli = baunapasta. • Insalata mista di stagione = blandað hrásalat árstíðarinnar. • Rospo alla griglia = grillaður skötuselur. • Rombo alla griglia = grilluð þykkvalúra. • Macedonia di frutta = sneiddir ávextir ferskir.

Antica Bessetta

(Calle Savio, San Polo 1395. Sími: 72 1687. Lokað þriðjudaga og miðvikudaga. Verð: L.95000 (4018 kr) fyrir tvo. Greiðslukort ekki tekin. A1)

Eitt bezta og viðkunnanlegasta veitingahús borgarinnar er á afskekktum stað í San Polo, um 200 metra frá bátastöðinni Riva del Biasio. Frá stöðinni er farið eftir bakkanum til vinstri á enda, beygt þar til hægri og gengin Rio Terrà á enda, þar beygt aftur til hægri og síðan strax til vinstri inn í Salizzada Zusto. Matstofan er þar sem gatan endar í vinkli við Calle Savio.

Volpe-hjónin reka staðinn, hún í eldhúsinu og hann í hreinlegum og látlausum salnum, þar sem tugir margs konar málverka hanga á veggjum. Hún eldar hefðbundna sjávarrétti Feneyja. Matseðill er ekki á staðnum, heldur segir herra Volpe, sem talar litla sem enga ensku, frá því, sem er á boðstólum hverju sinni.

• Antipasto misto di pesce = tvær tegundir skelfisks, stór rækja, tveir litlir kolkrabbar, smokkfisksneiðar og sardína. • Risotto al pesce = skelfiskur á hrísgrjónum. • Moleche = djúpsteiktir fjörukrabbar. • Insalata mista = blandað hrásalat. • Rospo ai ferri = ofnsteiktur skötuselur. • Brizzola alla griglia = grillaður bassi. • Tiramisù = feneysk, kaffivætt ostakaka með stráðu súkkulaði. • Frutta fresca di stagione = ferskir ávextir árstíðarinnar.

Antica Carbonera

(Calle Bembo, San Marco 4648. Sími: 522 5479. Lokað þriðjudaga. Verð: L.125000 (5287 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)
Líflegt og alþýðlegt veitingahús 200 metra frá Rialto brú. Frá austurenda brúarinnar er farið suður bakkann Riva del Ferro og síðan beygt til vinstri í sundið Calle Bembo, þar sem staðurinn er hægra megin.

Innan dyra er skenkur, hlaðinn mat og víni. Að baki hans og vinstra megin eru borðin, sum í básum á pöllum við veggina og önnur á miðju gólfi. Básabökin eru lóðrétt og ekki þægileg, en stólbökin eru góð. Vönduð viðarþil ná upp á miðja veggi með ljósmyndum af frægu fólki á staðnum og tilviljanalegum málverkum. Gamlir, haltir og góðir þjónar eru afslappaðir og fjölskyldulegir.

• Granceola = kóngulóarkrabbakjöt borið fram í krabbaskel með sítrónu og rauðkáli. • Gamberetti alla limone = rauðar rækjur með sítrónu. • Scampi alla griglia = risarækja í skelinni. • Risotto di pesce = skelfiskréttir á hrísgrjónum. • Spaghetti alla seppie = smokkfiskur á spaghetti. • Legume di stagione = pönnusteikt grænmeti fjölbreytt. • Coda di rospo alla griglia = grillaður skötuselur. • Rognoncino trifolato = söxuð nýru í víni. • Fegato alla veneziana = kálfalifur og laukur. • Parmigiano = grana-ostur frá Parma. • Frutta fresca = epli og pera og klementínur.

Antica Locanda Montin

(Fondamenta di Borgo, Dorsoduro 1147. Sími: 522 7151. Fax: 520 0255. Lokað þriðjudaga og miðvikudaga. Verð: L.120000 (5076 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. A2)

Gamalkunnugt og afskekkt, en samt ekki nema 400 metra frá höfuðlistasafninu Accademia. Frá bátastöðinni við Accademia er farin merkt leið til vesturs í átt til Piazzale Roma. Eftir um 300 metra er merkt leið til vinstri um sund, sem farið er til skurðarins Rio della Eremite, þar sem beygt er til vinstri meðfram skurðinum.

Viðkunnanlegur veitingasalurinn er langur. Að baki innri enda hans er bakgarður, þar sem matast er í góðu veðri. Ljósir veggir ofan viðarþilja eru þétt setnir hverju málverkinu upp af öðru. Bleikt lín er á mörgum smáborðum, sem raðað er saman eða sundur eftir stærð gestahópa. Þjónusta er góð, en fjölskylda eigandans hangir aðgerðalítil við fremsta borðið upp við barinn.

• Granceola all’olio e limone = rifið krabbakjöt, blandað grænmeti, borið fram í krabbaskel. • Insalata di gamberoni e rucola = rækjusalat. • Rigatoni ai quattro formaggi = riffluð pastarör með ferns konar osti. • Insalata mista = blandað hrásalat í miklu magni. • Branzino ai ferri = pönnusteiktur barri. • Orata della corona ai ferri = pönnusteiktur brassi. • Bocconcini di pollo al curry con riso = smásaxaður kjúklingur í karrí á hrísgrjónum. • Formaggi = ostarnir gorgonzola, taleggio og grana. • Macedonia di frutta fresca = epli, vínber og kiwi. • Tiramisù = feneysk ostakaka kaffikrydduð.

Arcimboldo

(Calle dei Furlani, Castello 3219. Sími: 528 6569. Lokað þriðjudaga. Verð: L.190000 (8037 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. C2)

Skemmtilega innréttað og afskekkt fiskréttahús í rúmlega eins kílómetra fjarlægð frá hertogahöllinni. Genginn er lónsbakkinn Riva degli Schiavoni um 600 metra leið, unz komið er að Pietà kirkjunni. Handan hennar er beygt til vinstri og haldið norður ýmis sund, unz komið er að Calle del Lion, þar sem beygt er til hægri og haldið áfram yfir brú á Calle dei Furlani.

Á veggjum eru stórar eftirprentanir málverka eftir Arcimboldo, sem gerði mannsandlit í líki grænmetis og ávaxta á 16. öld. Grænir og bólstraðir sófar eru meðfram veggjum og stólar úti á flísagólfi. Loftið er grænt og línið er bleikt. Í miðju er langborð með forréttum og eftirréttum. Við salarenda er fallega útskorinn skenkur. Þjónusta er skóluð og góð og gestir ítalskir.

• Scampi in saor = legnar rækjur stórar með súrkáli. • Folpetti alla veneziana = kolkrabbi í súpu. • Zuppa di cozze e vongole in crosta = skelfisksúpa með brauðskorpu. • Insalata verde = grænt hrásalat. • Branzino alla griglia = grillaður bassi með grilluðu eggaldini, graskeri og rauðpipar. • Sogliola ai ferri = pönnusteiktur koli. • Sorbetto alla frutta = ávaxta-kraumís. • Frutti = ferskir ávextir í skál.

Cipriani

(Isola della Giudecca 10. Sími: 520 7744. Fax: 520 3930. Verð: L.340000 (14381 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. 92 herbergi. C2)
Eitt bezta veitingahús borgarinnar, á hóteli úti á eyjunni Giudecca, sem er handan San Marco lónsins andspænis borgarmiðjunni. Frá bátastöðinni Zitelle er gengið til vinstri lónsbakkann nánast alla leið á enda og þar beygt til hægri inn í húsasund að hótelinu, sem er á austurenda eyjarinnar, andspænis eyjunni San Giorgio Maggiore. Einnig er hægt að panta hótelbátinn.

Hótelið lætur mjög lítið yfir sér að utanverðu, en er glæsilegt að innan. Á kvöldin er borðað í virðulegum og spegilklæddum matsal í suðurenda hótelsins, en í hádeginu á opnum palli við friðsælan sundlaugargarðinn. Andrúmsloftið er rólegt og þjónustan kurteis með afbrigðum.

• Crespelle ai asparagi e taleggio = pönnukaka með ferskum spergli og osti. • Cozze in salsa piccante = hörpufiskur í ansjósu- og hvítvínssósu. • Tagliatelle con salsa di noci = pastaræmur með valhnetusósu. • Sogliole al marsala = smjörsoðinn koli í marsala rauðvíni. • Nocette di agnello = pönnusteikt lambakjöt. • Sorbetto di frutta = ávaxtakraumís. • Fragole di bosco con panna = skógartínd jarðarber með rjóma.

Corte Sconta

(Calle del Pestrin, Castello 3886. Sími: 522 7024. Lokað sunnudaga og mánudaga. Verð: L.170000 (7191 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. C2)

Látlaust matargerðarmusteri fyrir heimamenn á afskekktum stað um einn kílómetra frá hertogahöllinni. Farinn er lónsbakkinn Riva degli Schiavoni framhjá Pietà kirkjunni, yfir næstu brú, framhjá langri siglingahöllinni, síðan beygt til vinstri inn sundið Calle del Forno og framhald þess í Calle del Pestrin, sem gengið er alla leið til veitingahússins á hægri hönd.

Fyrir innan barinn eru nokkur borð, enn fleiri í hliðarherbergi samsíða barnum og flest í sal innan þess. Staðurinn er alþýðlegur, en hreinlegur. Öldruð borðin eru ber, með pappírsmottum og -þurrkum. Svartar veggþiljur eru neðan við nakta og skrautlausa veggi. Enginn er matseðillinn, en húsfreyja lætur strax bera húsvín á borð og segir frá helztu réttum dagsins.

• Zuppa di vongole = skeljar í súpu. • Antipasto misto di pesce = grillaðir sjávarréttir, tvenns konar sardínur, risarækja, rauðar rækjur, smokkfisk- og kolkrabbabitar. • Gnochi di gamberetti e asparagi = pasta með rækju og spergilbollum. • Insalata mista = blandað hrásalat. • Secundo = risarækjur, koli og skötuselur, allt grillað. • Triglie alla griglia = grillaður sæskeggur. • Tiramisù = feneysk ostakaka. • Grana = harður, ítalskur ostur með rifsberjum. • Kaffi hússins í glasi.

Da Silvio

(Calle San Pantalon, Dorsoduro 3748-3818. Sími: 520 5833. Lokað sunnudaga. Verð: L.80000 (3384 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. A2)

Látlaus hverfismatstofa matgæðinga í hópi heimafólks er á leiðinni milli kirknanna Santa Maria Gloriosa dei Frari og San Pantalon. Frá Frari er farið annað sundið vinstra megin við Scuola Grande di San Rocco og gengin 100 metra leið næstum alla leið að San Pantalon. Staðurinn er vinstra megin sundsins.

Fremri matstofan er einföld, lítil og notaleg, en hin innri til hliðar er fremur berangursleg. Í fremri stofunni er vönduð veggklæðning. Aftan við salina er bakgarður með nokkrum borðum. Hvítt lín er á borðum og munnþurrkur úr pappír.

• Sfilacci di cavallo = rauðir kryddpylsuþræðir með salatblöðum. • Breasola con scaglie di parmigiano = þurrkað saltkjöt með parma osti. • Spaghetti alla vongole = skelfiskur á spaghetti. • Insalata capricciosa = ferskt hrásalat. • Sogliola ai ferri = pönnusteiktur koli. • Braciola ai ferri = pönnusteikt rifjasteik. • Scaloppe parmigiana = kálfasneiðar undir bráðnu ostþaki. • Frutta di stagione al pezzo = tvenns konar epli, mandarínur og vínber. • Parmigiano = parma ostur.

Do Forni

(Calle dei Specchieri, San Marco 457/468. Sími: 523 7729. Fax: 528 8132. Lokað fimmtudaga. Verð: L.170000 (7191 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. C2)

Vel þekkt veitingahús í tveimur sölum rétt við Markúsartorg. Gengið er meðfram norðurhlið Markúsarkirkju og síðan beygt til vinstri sundið Calle dei Specchiere, sem liggur að veitingahúsinu.

Salirnir eru misjafnir, annar sveitalegur, með fornum nytjahlutum á veggjum, og hinn nútímalegur, einfaldur í sniðum. Þjónustan er hröð og nokkuð góð, en líður fyrir, hversu stór staðurinn er. Fordrykkur er gefinn í upphafi máltíðar og sætar kökur með kaffinu.

• Prosciutto San Daniele = hráskinka frá San Danieli. • Baccalà mantecato con polenta = plokkaður saltfiskur með maísgraut. • Risotto di frutti di mare = sjávarréttir á hrísgrjónum. • Tagliolini all’astice = pasta með humarsósu. • Insalata verde = grænt hrásalat. • Scampi giganti alla griglia = grillaðar rækjur stórar. • Branzino al forno con patate = ofnsteiktur brassi með kartöflum. • Lamponi = hindber

Fiaschetteria Toscana

(San Crisostomo, Cannaregio 5719. Sími: 528 5281. Lokað þriðjudaga. Verð: L.140000 (5922 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Góður og skemmtilegur matstaður á gönguleiðinni milli Rialto og Ferrovia, um 300 metra frá Rialto brú. Gengið er frá austurenda brúarinnar merkta leið til Ferrovia. Eftir um 300 metra er komið að kirkjunni San Crisostomo, sem er nokkurn veginn andspænis veitingastofunni við götuna.

Bezt er að vera á jarðhæðinni, þar sem innréttingar eru skemmtilegar. Innan við dyrnar er forrétta-, eftirrétta- og borðvínsskenkur að ítölskum hætti. Borðin eru til beggja hliða og fyrir innan. Röð sívalra marmarasúlna skiptir staðnum í tvennt. Á veggjum er mörgum smámyndum raðað saman í ramma. Þjónar eru misjafnir, sumir ekki yfir það hafnir að koma með aðra en umbeðna rétti.

• Moscardini con polenta = litlir kolkrabbar í sósu á maísgraut. • Schie condite con polenta = gráar rækjur með maísgraut. • Rombo al burro nero e capperi = pönnusteikt þykkvalúra með svartsmjöri og kapers og kartöflum. • Caparozzoli alla marinara = skelfiskur með steinselju og hvítlauk. • Tagliolini con la granzeola = krabbakjöt á pasta. • Anguilla alla griglia = grillaður áll. • Filetto al barolo = rauðvínskryddaður nautahryggvöðvi. • Formaggi = gorgonzola, taleggio og montasio ostar. • Tiramisù = feneysk ostakaka með kaffidufti.

Galuppi

(Via Galuppi, Burano. Sími: 73 0081. Lokað fimmtudaga. Verð: L.116000 (4907 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. )

Fjörugur og vinsæll veitingastaður við aðalgötuna á Burano. Frá bátastöðinni er genginn götustúfur að megingötunni, sem liggur til vinstri í átt til kirkjunnar. Staðurinn er miðja vega á þeirri leið, hægra megin götunnar.

Langur og mjór, snyrtilega innréttaður og mikið skreyttur málverkum upp um alla veggi. Gestir sitja mest í plastklæddum básum. Þrátt fyrir ferðamannaflauminn er mest af heimamönnum hér.

• Gamberi = rækjur í olíu og sítrónusafa. • Scampi e calamari fritto = djúpsteiktar rækjur stórar og smokkfiskur. • Risi e bisi = þykk Feneyjasúpa með skinku, lauk, baunum, hrísgrjónum og grana osti. • Tagliatelle verdi con funghi = grænar pastaræmur með sveppum. • Polenta e fontina in torta = ofnsteikt lög af maísgraut og osti. • Polipo alla luciana = soðinn kolkrabbi. • Tiramisù = feneysk ostakaka með kaffidufti.

Gritti

(Campo Santa Maria del Giglio, 2467. Sími: 79 4611. Fax: 520 0942. Verð: L.280000 (11843 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. 93 herbergi. B2)

Eitt bezta veitingahúsið er í gömlu hallarhóteli við bakka Canal Grande, um 100 metra frá bátastöðinni Santa Maria del Giglio. Farið er sundið frá bakkanum, beygt til hægri við fyrsta tækifæri og síðan aftur til hægri.

Meðfram endilangri jarðhæðinni eru breiðar kaffisvalir við Canal Grande. Að baki þeirra er virðulegur matsalur í hreinum svifstíl. Stólar, rammar og vegglampar eru í sama stílnum. Í lofti eru skrautmálaðir burðarbitar og í gólfi gljáandi marmari. Djúpar sessur eru í hægindastólum við borðið. Hvítt lín er á borðum. Þjónusta er afar fáguð. Reyktur lax léttir skoðun matseðils.

• La breasola con rucoletta e cetriolo = loftþurrkað nautakjöt með rucola salati og litlum gúrkuteningum. • Il capricio di mozzarella con pomodoro e basilic fresco = mozzarella ostur með tómati. • Il risotto al nero di seppia = kolkrabbi í svartri sósu á hrísgrjónum. • Le insalate preparate del carello = hrásalat blandað af vagni. • Gli scampi al forno con carciofi = smjörsteiktar rækjur á pönnu með hvítum kartöflum, strengbaunum og ætiþistli. • I calamari al vapore con sedano, cetrioli e crema di melanzane = gufusoðinn kolkrabbi með seljustönglum, gúrku og eggaldinkremi. • La pescatrice alla brace con verdure e salsa tatara = grillaður skötuselur með steiktu grænmeti og tartarsósu. • Frutti di bosco = villijarðarber, ræktuð jarðarber og kirsuber með rjóma. • Semifreddo alle zabaione = ís með þeyttum eggjarauðum rauðvínsblönduðum.

Harry’s Bar

(Calle Vallaresso, San Marco 1323. Sími: 528 5777. Fax: 520 8822. Lokað mánudaga. Verð: L.360000 (15227 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Frægasti bar heimsins er einnig veitingahús, steinsnar frá suðvesturhorni Markúsartorgs. Farið er inn götuna Salizzada San Moisè og beygt inn fyrsta sund til vinstri. Barinn er þar frammi á bakka vinstra megin. Stemmning staðarins byggist annars vegar á stöðu hans í bókmenntasögu aldarinnar og á yfirstétt Feneyja, sem hefur gert hann að stefnumótsstað sínum.

Vel stæðir Feneyingar eru hér fjölmennari en bandarískir ferðamenn, sem eru að endurlifa skáldsögu Hemingways, “Yfir ána og inn í skóginn”. Bezt er að borða við sófaborðin niðri á einföldum og látlausum barnum á jarðhæðinni, fremur en í hversdagslegum og þéttskipuðum veitingasölum á efri hæð. Vel er tekið á móti tilviljanagestum og þeim er ekki skipað í óæðri flokk.

• Spremuta di pesce = pressaður fiskisafi. • Asparagi = grænn spergill með eggjasósu. • Carpaccio alla Cipriani = kryddlegið nautakjöt. • Tagliolini con prosciutto = pastaræmur með reyktu svínakjöti. • Tagliatelle seppie = pastaræmur með smokkfiski. • Tournedos rossini = nautaturnbauti með gæsalifrarkæfu.

Hemingway: “Then he was pulling open the door of Harry’s bar and was inside and had made it again, and was at home” (Across the River and Into the Trees).

La Caravella

(Calle larga 22. Marzo, San Marco 2396. Sími: 520 8901. Verð: L.200000 (8460 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Glæsilegur veizlusalur á bezta stað í bænum, við aðalgötuna, sem liggur frá suðvesturhorni Markúsartorgs í áttina til Accademia-brúar. Veitingastofan er hægra megin aðalgötunnar, þar sem hún er breiðust og hátízkuverzlanirnar dýrastar. Ráðlegt er að panta með góðum fyrirvara.

Eftirlíking veizlusalar í feneyskri galeiðu, með eðalviði í hólf og gólf, með sjóminjum á veggjum, steindum gluggum, stýri og mastri á miðju gólfi, kompási, bjöllu og öðru slíku. Staðurinn er jafnan sneisafullur og fólk á barnum að bíða eftir plássi. Þjónar þjóta fram og aftur í þrautskipulögðu kerfi, sem hvergi ber skugga á. Þetta er fínn staður og ekki mjög dýr.

• La zuppe di pesce alla peccatora = tær sjávarréttasúpa með skelfiski, rækju og fiski. • La breasola della valtellina con rucola = þurrkað saltkjöt með salati. • Le linguine alle cappesante = hörpufiskur á pastaþráðum. • I gnochette al gorgonzola = gráðostbollur. • Insalata servita con crostacei e pesce = hefðbundið hrásalat. • Gli scampi giganti ai ferri salsa lucifero = bakaðar risarækjur. • Il rombo ai ferri al burro fuso e capperi = þykkvalúra með hvítum kartöflum. • Il filetto di bue all’arancio alla bigarade = nautahryggsneið með appelsínubarkarsósu. • Formaggi = gorgonzola, taleggio og bel paese ostar. • Il sottobosco di stagione = fimm tegundir af skógartíndum berjum. • Il gelato allo champagne = kampavínsís.

La Colomba

(Piscina di Frezzeria, San Marco 1665. Sími: 522 1175. Fax: 522 1468. Lokað miðvikudaga. Verð: L.270000 (11420 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Virðulegt veitingahús með listaverkum þekktra nútímamálara rétt hjá Markúsartorgi. Frá vesturenda torgsins er gengið 50 metra vestur að Frezzeria, beygt þá götu til hægri og síðan til vinstri í Campo di Piscina, sem fljótlega heitir Piscina di Frezzeria, þar sem staðurinn er á hægri hönd.

Húsbúnaður er vandaður, smekklegur og þægilegur. Málverk eru um alla veggi í nokkrum björtum stofum. Fyrir framan eru allmörg borð úti á stétt. Þjónusta er vel skóluð og vel klædd.

• Baccalà mantecato con polenta = plokkaður saltfiskur, blandaður eggjum og jurtum, borinn fram með pönnusteiktum maísgraut, skornum í ferninga. • Seppioline alla griglia con polenta = grillaður smokkfiskur með maísgraut. • Tagliolini con scampi e zucchine = pastaræmur með stórum rækjum og graskeri. • Legumi di stagione = hrásalat árstíðarinnar. • Coda di rospo alla Colomba = pönnusteiktur skötuselur. • Tagliata di bue con verdure alla griglia = grilluð nautahryggsneið með grilluðum sneiðum af kartöflum, eggaldini, graskeri og tómati. • Frutta di stagione = ferskir ávextir árstíðarinnar. • Macedonia di frutta fresca = sneiddir ávextir ferskir.

La Fenice

(Campiello de la Fenice. Sími: 522 3856. Lokað mánudagshádegi og sunnudaga. Verð: L.250000 (10574 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Inni- og útiveitingastaður á litlu torgi við hlið Fenice óperuhússins, í sama húsi og samnefnt hótel, um 500 metra frá suðvesturhorni Markúsartorgs. Þaðan er farin Salizzada San Moisè og síðan Calle larga 22. Marzo, þaðan sem beygt er til hægri eftir sundinu Calle delle Veste inn á Campo San Fantin framan við leikhúsið. Loks er farið hægra megin við leikhúsið.

Veitingahúsið er gamalkunnugt, nokkuð stórt og fremur venjulegt að búnaði. Mikill hluti rýmisins er úti á stétt, þar sem er rýmra og þægilegra að vera. Þjónusta er dálítið skipulagslítil, en allir eru alténd á þönum að reyna að gera sitt bezta.

• Gamberetti di laguna = rækjur í olíu og sítrónusafa. • Contorni insalate = blandað hrásalat. • Tournedos all’americana = nautahryggsteik vafin með skinku. • Dolci dal carrello = tertur af vagni.

La Furatola

(Calle lunga Santa Barnaba. Dorsoduro 2870a. Sími: 520 8594. Lokað miðvikudaga og fimmtudaga. Verð: L.110000 (4653 kr) fyrir tvo. Greiðslukort ekki tekin. A2)

Afar góður hverfismatstaður heimamanna í Dorsoduro, í næsta nágrenni Ca´ Rezzonico bátastöðvar, tæplega 400 metra leið. Frá stöðinni er farin gatan Calle dei Traghetto til torgsins Campo San Barnaba og beint áfram eftir Calle lunga Santa Barnaba, þar sem staðurinn lætur lítið yfir sér á hægri hönd.

Skemmtilegar ljósmyndir frá gömlu Feneyjum hanga á veggjum innan um safngripi af ýmsu tagi. Fyrir enda salarins er opið inn í eldhús, þar sem Bruno sér um matreiðsluna og þaðan sem góða matarlykt leggur um salinn. Sandro er í salnum og sér um, að gestir fái sitt og þeim líði vel. Gult lín er á borðum. Frammi við dyr eru forréttir á borði og Sandro sýnir okkur þá fiska, sem í boði eru.

• Canoice, gamberetti, polpielle = stórar rækjur, rauðar rækjur, kolkrabbi og fiskur, borið fram kalt. • Spaghetti con salsa di pesce = smábitar af fiski í brúnni fisksósu á spaghetti. • Insalate miste di stagione = grænt hrásalat árstíðarinnar. • Orata alla griglia = grillaður brassi, seldur eftir þunga. • Branzino alla griglia = grillaður bassi, seldur eftir þunga. • Il formaggio delle colline venete = úrval osta frá upphéruðum Feneyja og Friuli. • La frutta di stagione = ávextir árstíðarinnar.

Locanda Cipriani

(Torcello. Sími: 73 0150. Fax: 73 5433. Lokað þriðjudaga. Verð: L.220000 (9306 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. )

Heimsfrægur og lágreistur matgæðingastaður í gróðursælu umhverfi á gönguleiðinni frá bátastöð Torcello-eyjar að hinni ævafornu Santa Maria dell’Asunta. Veitingastaðurinn sendir hraðbát eftir þér til bátastöðvarinnar við Markúsartorg og tekur ferðin þá 35 mínútur. Áætlunarbáturinn er mun lengur á leiðinni, en hentar vel, ef um dagsferð er að ræða.

Þetta er fyrst og fremst hádegisverðarstaður. Mest er snætt í stórum bakgarði, sem liggur aftan eldhússins við hlið þekkts grænmetisgarðs hússins. Framan við eldhúsið er bar fyrir þreytta ferðamenn, er hafa verið að skoða fornmenjar eyjarinnar. Frá veitingagarðinum er gott útsýni til kirknanna tveggja, sem eru aðdráttarafl eyjarinnar.

• Fritto misto = blandaðir sjávarréttir djúpsteiktir. • Risotto alla Torcello = grænmeti úr garðinum á hrísgrjónabeði. • Scampi alla griglia = grillaðar rækjur stórar. • Rombo ai ferri = pönnusteikt þykkvalúra. • Crostata di frutti = ávaxtabaka.

Poste Vecie

(Pescheria di Rialto, San Polo 1608. Sími: 72 1822. Fax: 91 3955. Lokað þriðjudaga. Verð: L.160000 (6768 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Sameinar vinsældir og gæði, afar vel í sveit sett, beint fyrir framan fiskmarkað borgarinnar. Til markaðarins Pescheria er um 400 metra leið frá vesturenda Rialto brúar eftir markaðsgötunni Ruga degli Orefici og Ruga degli Speziali í framhaldi af henni. Frá Pescheria er farið yfir einkabrú að dyrum veitingastaðarins.

Borðað er í tveimur snyrtilega innréttuðum stofum. Heljarmikill arinn er í fremri stofunni. Viðarþiljur eru langt upp eftir veggjum og veggmálverkalengjur þar fyrir ofan. Þjónusta er ágæt.

• Fritto misto di mare = blandaðir sjávarréttir djúpsteiktir. • Vongole alla marinare = skelfiskur með steinselju og hvítlauk. • Tagliolini di pesce = sjávarrétta-pasta. • Baccalà alla vicentina = ofnbakaður saltfiskur með lauk, tómati, gúrku, kapers og olífum. • Rombo al forno = ofnsteikt þykkvalúra. • Dolci al carrello = eftirréttir af vagni.

Rivetta

(Ponte San Provolo, Castello 4625. Sími: 528 7302. Lokað mánudaga. Verð: L.80000 (3384 kr) fyrir tvo. Greiðslukort ekki tekin. C2)

Einn skemmtilegasti og vinsælasti hverfismatstaður heimamanna er falinn undir brú að baki Danieli hótels. Frá lónsbakkanum Riva degli Schiavoni er gengið vinstra megin við gömlu aðalbyggingu hótelsins inn sundið Calle delle Rasse og beygt til hægri við fyrsta tækifæri í Salizzada San Provolo. Þegar sú gata mætir fyrstu brú, er staðurinn hægra megin við brúna.

Borð eru ekki tekin frá og oft er þröng á þingi í anddyrinu, þar sem fólk bíður eftir sæti og sýpur hvítvín, sem vertinn býður. Staðurinn er þétt skipaður borðum og stólum, en snyrtilegur, með ljósum viði í veggjum og töluverðu af málverkum. Marglitar ungstílskrónur varpa ljósi á staðinn. Verðið er eitt hið lægsta í borginni af matstöðum með hágæða matreiðslu.

• Antipasto di pesce = kryddlegnir sjávarréttir, tvenns konar rækjur, síld, sardínur, kolkrabbi, smokkfiskur og tvenns konar fiskur. • Pasta e fagioli = bauna-pasta. • Spaghetti al nero di seppia = svart spaghetti með kolkrabbasósu. • Insalata mista = blandað hrásalat. • Gamberoni ai ferri = stórar rækjur grillaðar á teini. • Scampi griglia = grillaðar rækjur stórar. • Costata di bue alle griglia = grilluð nautasteik. • Scaloppe di vitello al marsala = kálfalærissneið í marsala-rauðvíni. • Formaggi = taleggio, gorgonzola og grana ostar. • Tiramisù = feneysk ostakaka kaffikrydduð.

Terrazza

(Riva degli Schiavoni, Castello 4196. Sími: 522 6480. Fax: 520 0208. Verð: L.270000 (11420 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. C2)

Virðulegur útsýnismatstaður á efstu hæð hins sögufræga Danieli-hótels, tæplega 100 metra frá sjálfri hertogahöllinni.
Einfaldur og glæsilegur vinkillaga salur, með stórum gluggum og svölum fyrir framan, er hvítur og bjartur. Þykkt teppi er á gólfi og feneysk svifstílsljós í lofti. Hér er í boði lúxusmatur og lúxusþjónusta og lúxusverð að hætti hússins.

• Medaglioni di astice su soncino all’olio di tartufo = humar á salati með svartsveppaolíu. • Insalatina di carciofi rucola e code di scampi = ætiþistils-salat með stórum rækjum. • Vermicelli alle vongole veraci = skelja-spaghetti. • Tagliatelle alla buranella = eggja-pasta með kolaflaki, rækjum og hvítri sósu. • Risotto del pescatore = sjávarréttir á hrísgrjónabeði. • Tortino caldo di verdure e ricotta su salsa di pomodoro = soðin grænmetisterta með ricotta osti og tómatsósu. • Varietà di insalate miste = blandað hrásalat. • Scampi giganti al profumo di prezzemolo = risarækjur með steinselju. • Grigliata di pesci e crostacei dell’Adriatico = grillaður fiskur og skelfiskur úr Adríahafi. • Ventaglio di manzo al dragoncello = þunnar nautahryggsneiðar með tarragon-sósu. • Carrello di formaggi assortiti = ostavagn. • Carrello dei dolci = tertuvagn. • Crespelle del doge alla fiamma = eldsteiktar pönnukökur.

Tiepolo

(Calle larga 22. Marzo, San Marco 2159. Sími: 520 0477. Fax: 523 1533. Verð: L.240000 (10152 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B2)

Virðulegur matsalur Europe e Regina hótels með útsýnisgluggum út að Canal Grande. Frá suðvesturhorni Markúsartorgs er farið eftir Salizzada San Moise, yfir brúna og til vinstri ómerkta leið framhjá gondólaræðurunum til að komast að hótelanddyrinu. Andspænis móttökunni er reyksalur og úr honum er gengið í matsalinn.

Salurinn er stílhreinn og bjartur, plöntum skrýddur. Þjónusta er afar góð, svo sem við er að búast í þessum háa verðflokki. Hægt er fá matseðil dagsins á mun mildara verði, L. 150000 fyrir tvo.

• Affettato di cervo e cinghiale affumicato = reykt hjartar- og villisvínakjöt. • Breasola della valtellina con rucola e spicchi di pompelmo = saltað nautakjöt með salati og greipaldini. • Bigoli in salsa = feneyskt spaghetti með lauk og ansjósusósu. • Tagliolini verdi al granchio = grænt pasta með krabbakjöti. • Insalatine degli orti veneti = grænt Feneyjasalat. • Filetti di orata al tartufo nero = brassaflak með svartsveppum. • Tagliata de manzo ai profumi di stagione = nautahryggvöðvi með grænmeti árstíðarinnar. • Scelta di formaggi tipici del carrello = ostaval héraðsins af vagni. • Assortimento di frutta di stagione = ávextir árstíðarinnar.

Vini da Gigio

(Fondamenta di Chiesa, Cannaregio 3628a. Sími: 528 5140. Lokað mánudaga. Verð: L.116000 (4907 kr) fyrir tvo. Öll helztu greiðslukort. B1)

Skemmtileg og heimilisleg hverfismatstofa í Cannaregio-hverfinu, steinsnar frá breiðgötunni milli Ferrovia og Rialto, Strada Nova, um 1 km. frá Rialto. Þegar komið er að kirkjunni San Felice er beygt til hægri meðfram kirkjunni og verður þá strax fyrir veitingastofan.

Staðurinn er svo vinsæll, að hann fyllist um leið og opnað er í hádeginu. Flestir gestir virðast þekkja starfsfólkið og heilsa með ítölskum fagnaðarlátum. Staðurinn er í nokkrum stofum, einföldum og snyrtilegum. Opið er inn í eldhúsið. Í lofti eru fornir bitar og steinflísar eru á gólfi, eins og víðast hvar í veitingahúsum Feneyja.

• Baccalà mantecato con polenta = plokkaður saltfiskur með grillaðri maísgrautarköku að feneyskum hætti. • Cappesante alla veneziana = hörpudiskur borinn fram í skeljum með kryddsmjöri. • Antipasto di verdure = grænmetisforréttur. • Insalata mista = blandað hrásalat. • Anguilla alla griglia = grillaður áll með sítrónu og maísgraut. • Fegato alla veneziana con polenta = kálfalifur og laukur með maísgraut. • Filetto di manzo = nautahryggsneið. • Castelmagno con miele di Corbezzolo = hunangsterta hússins. • Fantasia di formaggi = fimm ostar.

Florian

(Lokað miðvikudaga. B2)

Elzta kaffihús borgarinnar, frá 1720, frægast í heimi næst á eftir Caffè Greco í Róm. Það er í nokkrum samhliða smástofum við suðurhlið Markúsartorgs. Innréttingarnar eru frá 19. öld, óteljandi speglar og veggmyndir undir gleri í veggjum og lofti. Gestir sitja á fremur slitnum, rauðbólstruðum bekkjum við marmaraborð á marmarafæti á parkettgólfi og sötra 300 króna kaffi.

Fyrrum var þetta samkomustaður menningarvita hvaðanæva að úr heiminum, sem margir dvöldust langtímum saman í Feneyjum. Utan ferðamannatímans er notalegt að kaupa sér dagblöðin í nágrenninu og fá sér morgunhressingu með lestrinum á Florian. Andrúmsloftið er þá friðsælt og aldagamlir straumar liggja í loftinu. Þetta er bezti letistaður borgarinnar.

Quadri

(Lokað mánudaga. B2)

Annað af hinum tveimur heimsfrægu kaffihúsum við Markúsartorg. Þetta er fínlegra og ódýrara kaffihúsið, við norðanverða torghliðina, með dúkuðum borðum og stólum um allt gólf, en bólstruðum og dúnmjúkum bekkjum með veggjum. Sívalar súlur skipta stofunni í tvennt. Einkenni staðarins eru skrautmálaðir veggir og veggspeglar. Þjónusta er afar góð inni, en síður úti.

1996

© Jónas Kristjánsson