Flogið í hreiður gauksins

Punktar

Fljúgðu ekki í The Coocoo’s Nest á Grandanum til að borða. Þú ferð út af erlendu gestunum og rustalegum innréttingum í einni verbúðanna. Í hádeginu er allt fullt af gestum, sömu týpu Íslendinga og útlendinga, einkum Bandaríkjamanna. Hér tala allir við alla, þvert á borð. Þetta er samfélag menntaðs farandfólks. Ekki einu sinni vegna hamborgara eða pizzu, því slíkt fæst ekki þarna. Þarna eru súpa og samlokur á boðstólum, líklega fjölþjóðlegur samsetningur. Súpan var matarmikil og góð. Samloka dagsins óæt, líklega með skemmdu nautakjöti, en brauðið sjálft var þykkt og gott. Geri ekki ráð fyrir að mæta í selskapið öðru sinni. Þjónustan fín.