Fljótsdrög

Frá Álftakrók til Fljótsdraga.

Fyrri hluti leiðarinnar er um Arnarvatnsheiði og síðari hlutinn um Stórasand. Hér standa stök fjöll upp úr sandinum, Bláfell og einkum Krákur við norðurenda Langjökuls. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð norðan Langjökuls, milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár.  Þarna eru jökulsorfin og grýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Fljótsdrög eru vin á milli jökla, kennd við Norðlingafljót. Þar er fjallaskáli, sem notaður er af Húnvetningum. Við skálann eru tjarnir með grónum bökkum. Þetta er einangraður fjallasalur með kyrrð í lofti á góðum degi. Ásgrímur Kristinsson: ”Enn um þetta óskaland / ótal perlur skína. / Hitti ég fyrir sunnan Sand / sumardrauma mína.” Staðurinn heitir Fljótsdrög á húnvetnsku og Fljótadrög á borgfirzku.

Förum frá Álftakróki í 480 metra hæð norðnorðaustur eftir Arnarvatnsleið, milli Krummavatns að vestanverðu og Mordísarvatns að austanverðu. Áfram norðnorðaustur um Leggjabrjót fyrir norðan Leggjabrjótstjarnir og norðaustur um Hvannamó að Skammá milli Réttarvatns og Arnarvatns, sem heiðin heitir eftir. Við förum þaðan suðaustur eftir slóð beina leið í Fljótakrók við Áfangatjörn, þar sem er Fljótsdragaskáli í 560 metra hæð.

21,1 km
Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Álftakrókur: N64 53.274 W20 26.388.
Fljótsdrög: N64 54.884 W20 08.437.

Nálægir ferlar: Norðlingafljót, Aðalbólsheiði, Arnarvatnsheiði, Suðurmannasandfell, Bláfell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins