Flett ofan af svikurum

Punktar

Nú súrnar heldur betur plottið hjá stjórnarsinnum, sem þóttust vilja nýju stjórnarskrána, en tefldu henni í öngþveiti á alþingi. Margrét Tryggvadóttir hefur unnið það afrek að leggja nýju stjórnarskrána fram sem breytingu á frávísunartillögu flokksformanna. Arfavitlausri frávísun Árna Páls Árnasonar Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar er þar með stefnt í voða. Þegar tillaga Margrétar verður borin undir atkvæði, kemur skýrt í ljós, hve lítil eru heilindi alþingismanna. Þá munu stjórnarskrársinnar taka vel eftir hvernig atkvæði einstakra þingmanna falla. Alls ekki þarf að kjósa þá í vor.