Flest loforðin efnd

Punktar

Borgarahreyfingin telur, að Samfylkingin og vinstri grænir svíki frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing og persónukjör. Hún telur, að stjórnin hefði átt að fylgja því fastar eftir. Hefði átt að hafna lögfræðiáliti skrifstofu Alþingis um, að tvo þriðju hluta atkvæða þyrfti. Mér finnst hins vegar flokkarnir hafa fylgt málinu fram á yztu nöf í tímahraki. Mér finnst líklegt, að málin verði samþykkt, þegar nýtt þing kemur saman með tilskildum meirihluta. Ríkisstjórnin hefur staðið við flest loforð, sem hún gaf. Tími uppgjörs við fortíðina er hafinn og tími endurreisnar er jafnframt hafinn.