Flest er við það sama

Punktar

Skoðanakannanir eru sammála um, að litlar breytingar verði á fylgi flokkanna í Reykjavík. Vinstri græn tapa litlu, þrátt fyrir U-beygju sína í fang íhaldsins. Frambjóðandi Jehóva og íhaldsins reynist ekki vera pólitísk söluvara og verður ekki borgarstjóri. Þrátt fyrir tvíeggjaðan feril, liggur beint við, að Dagur verði áfram borgarstjóri. Hann getur tryggt það með því að fela Hjálmar á dimmum stað. Píratar eru á jaðri þess að auka fylgið og áhrif sín í borgarstjórn. Stóra spurningamerkið er Sósíalistaflokkurinn, eins manns flokkur margra manna maka. Kjósendur þurfa svo að útrýma bófaflokknum, en munu því miður ekki gera það núna.