Flaumósa fáráðlingur

Punktar

Gunnar Bragi Sveinsson talar oftast eins og fáráðlingur. Nú segir ráðherrann, að stefna ríkisstjórnarinnar sé „að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu“. Þó vita allir, að fyrir löngu var sótt um þessa aðild. Stefna stjórnarinnar er hins vegar að afturkalla þessa gömlu umsókn. Sú stefna hefur verið fryst í utanríkismálanefnd alþingis og verður ekki afgreidd þaðan á þessu þingi. Til þess skortir bæði tíma og vilja. 53.555 manns hafa með undirskrift heimtað þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna. Þá atkvæðagreiðslu skelfist Gunnar Bragi og verður því flaumósa í hvert sinn, sem hann opnar munninn um málið.