Fjörutíu punktar á dag

Megrun

Kaloríutalning getur byggzt á bókinni Næringartöflur eftir Zulema Sullca Porta hjá Matvælarannsóknum í Keldnaholti. Þar eru töflur um fjölda kaloría í tilteknu magni af ótal tegundum af mat. 50 kaloríur teljast einn punktur. Hæfileg neyzla fer eftir aldri fólks og læknisfræðilegu mati. Algengt er, að fólk megi nota 2000 kaloríur á dag, er gera 40 punkta. Meira magn leiðir til meiri þyngdar. Þú þarft matarvog til að mæla breytilega vöru eins og ávexti og brauð. Þegar þú ert búinn að mæla nokkrum sinnum, veiztu hvað hvert epli og hver kleina telur í punktum. Fljótt lærirðu að telja punkta hvers dags.