Fjórflokkurinn með undirtökin

Punktar

Fjórflokkurinn hefur aftur náð tökum á þjóðinni. Búsáhaldabyltingin hefur misst þau, er fylgislaus í könnunum. Svo fylgislaus, að úr því verður ekki bætt. Aðeins fjórir flokkar fá þingmenn, það er gamli fjórflokkurinn. Helzta orsök þessa er ný ríkisstjórn, sem hefur framkvæmt ýmsar helztu kröfur búsáhaldabyltingarinnar. Stjórnin er að reyna að ná fram öðrum kröfum, svo sem óröðuðum listum, stjórnlagaþingi og stjórnarskrá. Kjósendur eru sáttir og styðja fjórflokkinn, einkum Vinstri grænna og Samfylkinguna. Þeir tveir flokkar eru feitir í könnunum. Þeir hafa náð fylgi búsáhaldabyltingarinnar.