Sumir Bandaríkjamenn átta sig á, að ríki þeirra er hatað um allan heim, og reyna að útskýra það. Í Boston Globe er fjallað um könnun, sem skiptir bandaríkjahatri í fjóra flokka. Í einum flokki eru frjálslyndir í Evrópu, sem hata Bandaríkin fyrir að hafa brugðist vestrænum hugsjónum. Í öðrum flokki eru kratar í Bretlandi og Frakklandi, sem hata Bandaríkin fyrir markaðshyggju. Í þriðja flokki er þriðja heims fólk, sem hatar Bandaríkin fyrir almennan yfirgang. Og í fjórða flokki eru múslimar, sem telja sig vera í stríði við Bandaríkin. Samtals er þetta mikið og flókið hatur.
