Til skamms tíma var bandarísk fjölmiðlun sú bezta í heimi. Hástigi náði hún í Watergate 1972, þegar Nixon varð að segja af sér. Síðan hefur hún dalað, enda samþjöppun í eignarhaldi. Þetta sáum við, þegar flestir bandarískir fjölmiðlar þögðu um Occupy Wall Street hreyfinguna. Jafnvel New York Times þagði. Eins og þeir íslenzku þögðu fyrst um búsáhaldabyltinguna. Upp úr miðju síðasta ári, þegar ofsóknir lögreglunnar mögnuðust, dró enn úr fréttum af Occupy hreyfingunni. Almennt taka bandarískir fjölmiðlar hagsmuni hinna ríkustu fram yfir almenning. Sama mun gerast í Evrópu, einkum hér á landi.
