Fjölmiðlar deyja

Fjölmiðlun

Um allan hinn vestræna heim þjappast fjölmiðlar í eigu viðskiptahagsmuna. Markaðshagkerfi er tekið upp á ritstjórnum. Dýrri fjölmiðlun er hafnað, svo sem rannsóknablaðamennsku. Ódýrir starfsmenn ráðnir í stað reyndra hauka. Afkastakröfur hindra tímafrekar, brýnar staðfestingar upplýsinga. Fjölmiðlar fyllast af lélegu hráefni úr tölvupósti frá almannatenglum. Traust miðlanna rýrnar og efnahagur þeirra versnar. Byrjaði hjá Los Angeles Times 1995 og er orðið að skriðu. Athugulir notendur hafna fjölmiðlum og snúa sér frekar að þröngmiðlum á vefnum. Markaðshagkerfið er að drepa hefðbundna fjölmiðla.