Bandaríkin hafa einangrast í heiminum vegna bandarískra fjölmiðla, einkum sjónvarps. Það sýnir annan veruleika en aðrir fjölmiðlar í heiminum. Engir fjölmiðlar eru eins þjóðernissinnaðir og bandarískir. Sýna ekki vestrænt ofbeldi í miðausturlöndum. Þar eru 300 rásir, þar á meðal al Jazeera og al Manar. Þar eru franskir fjölmiðlar, indverskir og allir aðrir. Meðan umheimurinn sér sannleikann um vonda stöðu Bandaríkjanna í heiminum, spyrja bandarískir embættismenn: Af hverju hata þeir okkur? Svarið er: Bandarísk fjölmiðlun hefur í sjö ár skriðið fyrir stjórninni og logið að fólkinu.
