Fjölmiðla-rökkur

Fjölmiðlun

Fjölmiðlar sinna fréttum misjafnlega, en samtals nokkuð sæmilega. Samdráttur hefur þó orðið í rannsóknum, sem eru dýrari en venjuleg blaðamennska. Túlkun frétta er afleit í fjölmiðlum, nema helzt í Kjarnanum og væntanlega einnig í Stundinni, þegar hún fæðist. Öflug túlkun frétta hefur að mestu flutzt yfir í fólksmiðla á vefnum. Á sama tíma hafa komið til sögunnar millistig frétta og auglýsinga, svo sem kostanir, kynningar og fleira slíkt. Það spillta efni er sumpart unnið af blaðamönnum. Fjölmiðlar fyllast af frábærum kínalífselixírum, sem forheimska lýðinn. Aukin fátækt fjölmiðla keyrir áfram þessa óheillaþróun.