Fjölmenn sauðahjörð

Punktar

Viðskiptablaðið hefur eftir Þjóðarpúlsinum, að 74% þjóðarinnar styðji stjórnina. Mín 6000 manna blaðra á fésbókinni segir mér, að 98% þeirra, sem tjá sig, séu andvíg ríkisstjórninni. Er þar þó töluvert af fólki, sem ég ímynda mér að kjósi Vinstri græn. Það er annað hvort andvígt stjórninni eða þegir þunnu hljóði. Hverju á ég að trúa? Játa, að ég hef enga trú á neinu, sem stendur í því ágæta Viðskiptablaði. En hef líka lesið, að blöðrur á fésbókinni geti verið ákaflega sérhæfðar. Verð því að bíða og sjá, hvað aðrar kannanir segja. Svo sannarlega er skrítið að heill flokkur geti snúizt 180° á einum degi. Mikil dauðans sauðahjörð má það vera.