Fjölgar á botninum

Veitingar

Stend mig að því að ramba milli sömu tíu úrvalshúsa veitinga í 101. Um hin læt ég nægja að lesa umsagnir túrista á TripAdvisor. Þar má sjá, að vondum húsum fjölgar ekki síður en góðum. Enn liggur á botni restaurant REYKJAVÍK, þar sem skortur á hreinlæti, sein þjónusta og ógeðfellt hlaðborð hafa náð heimsfrægð. Einnig er talað djarft um SUSHISMIÐJUNA, þar sem sushi er sagt illa unnið og bragðverst í Evrópu. PANORAMA er sagt ekkert nema útsýnið og að þar standi kærulaust staffið úti á svölum að reykja og drekka. Ummælin um GEYSI og SJÁVARBARINN hafa heldur skánað, líklega vegna betri verkstjórnar.