Gengi bæja fer lítið eftir flokkspólitík valdhafanna. Álftanes fór á hausinn í sund-rússibana vinstri manna. Reykjanes fylgir fast á eftir undir traustri stjórn sjálfstæðismanna og rambar á barmi gjaldþrots. Síðan er Fjarðabyggð. sem á það sameiginlegt með illa stæðum Hafnarfirði að hafa miklar tekjur af stóriðju. Ekki er alltaf farsælt að hafa miklar tekjur umfram aðra. Meðal annarra bæja í mestu sukki eru gróðafíkið Norðurþing, sem reynir að klófesta stóriðju. Og verstöðin Vestmannaeyjar og pólitískt skrítinn Kópavogur, sem lengi hafði doktor í drullu að bæjarstjóra. Formúla fátæktar er fjölbreytt.
