Fjármála-ólæsi þjóðar

Punktar

Þjóð, sem lengst af hefur ekki haft neina stjórn á gjaldmiðli sínum, er ekki hæf til að ráða fjármálum sínum. Þjóð, sem getur ekki rammað af óðabólgu vísitalna, er ekki hæf til að ráða fjármálum sínum. Þjóð, sem telur, að hægt sé að lifa við forn gjaldeyrishöft, er ekki hæf til að ráða fjármálum sínum. Þjóð, sem kemur ekki lögum yfir stórtækustu þjófa landsins, er ekki hæf til að ráða fjármálum sínum. Þjóð, sem ekki getur náð tugmilljarðaþýfi aftur til landsins úr felustöðum þess, er ekki hæf til að ráða fjármálum sínum. Þjóð, sem missir tök auðlinda sinna, er ekki ekki hæf til að ráða fjármálum sínum.