Fjallmenn í vöfflukaffi

Hestar

Kátt var á Kaldbaki í hádeginu í gær. Samkvæmt hefð hófu fjallmenn sex daga leitir hér í vöfflukaffi. Kindum fækkar og fjallmönnum fjölgar. Fleira fólk en fé verður í Hrunarétt á föstudaginn kemur. Hér höfðu menn þrjá til reiðar og hafa kokk með sér á fjöllum. Veðurspáin er góð, bara skúrir, hiti góður og engin þoka, sem er allra bezt. Munur er að vera fjallmaður í dag. Alls staðar eru góðir fjallaskálar, jafnvel með klósetti. Og það er munur að vera hestur í leitum, þegar menn hafa þrjá til reiðar. Í gamla daga létu menn sér einn nægja, enda urðu hestar snemma gamlir. Núna eru þeir allir hressir.