Fjallið skókst og fæddi mús

Punktar

Í stað 300 milljarða króna strax frá hrægömmum fær fólk 20 milljarða seint frá skattgreiðendum. Tæplega 300 þúsund á heimili, en ekki fjórar milljónir. Það er nýjasta loforðið í skuldaleiðréttingu, ári eftir að það var fyrst sett fram sem bólgið kosningaloforð. Sem fyrr er þetta loforð, enginn tékki í pósti er væntanlegur næstu mánuði. Heldur er þetta slappt miðað við fyrri ríkisstjórn. Og afleitt miðað við kotroskin loforð núverandi stjórnarflokka. En þannig er íslenzk pólitík afturkallanna. Mikið loft og mikið skraut og miklir útreikningar utan um fjallið mikla, sem tók jóðsótt og fæddi mús.