Fiskar finna til

Punktar

Á vegum Konunglega brezka vísindafélagsins hefur komið út skýrsla um niðurstöðu rannsóknar á tilfinningum fiska. Þar kemur fram, að fiskar finni til sársauka af önglum í holdi þeirra. Þetta hefur valdið miklu hugarangri brezkra sportveiðimanna, sem telja, að andstæðingar brezkra refaveiða, sem hafa verið róttækir í aðgerðum sínum, muni nú snúa sér gegn sportveiðimönnum og jafnvel fiskimönnum. Frá þessu segir Alan Cowell í New York Times.