Firrtur Geir

Punktar

Forsætisráðherrar Atlantshafsbandalagsins eru eins veruleikafirrtir og ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þeir komu saman í Riga í Lettlandi til að fagna því, að ástandið sé að skána í Afganistan. Það stingur í stúf við stöðugar fréttar af versnandi ástandi. Talíbanar leika lausum hala. Ríkisstjórn landsins hefur ekki lengur völd í miðborg Kabúl, hvað þá í úthverfunum. Bandalagið ræður engu utan herstöðva. Því blæðir í Afganistan, hvað sem Geir Haarde segir. Hann les ekki erlendar fréttir og trúir því bara blint, sem bandalagið lýgur að honum.