Finna ekki banka

Punktar

Evrópusambandið á erfitt með að koma peningum til Palestínu af því að Bandaríkin hóta bönkum, sem taka þátt í millifærslunni. Vegna viðskipta í Bandaríkjunum þora bankar ekki að taka þátt. Sambandið hyggst bæta Palestínu upp skatta og tolla, sem Ísrael stelur af ríkinu í krafti hernámsins. Það hyggst fara framhjá stjórn Hamas með því að láta féð í hendur Abbas forseta og fjölþjóðasamtaka, sem starfa að mannúðarmálum í Palestínu. Enn hefur þó ekki fundist banki til að taka þátt í þessu. Það sýnir, hvílík heljartök Bandaríkin hafa á heimsmálunum.