Vilhjálmur er fínn frambjóðandi til borgarstjóra, hæfilega sjóaður af langri reynslu í félagshyggju borgarmála til að stýra flokknum á miðjunni í pólitík. Hann er líka ekta kall, ekki yfirborðslegur eins og títt er um unga menn í pólitík. Þar sem sveitarstjórnamál eru meira fagleg en flokkspólitísk, þarf ekki að rífast á háa séi út af öllu og engu. Og Vilhjálmur hefur gætt hófs í þrasinu, en í staðinn unnið í málum og veit um hvað þau snúast. Hann og Don Alfredo vita mest um pólitíkina í Reykjavík, en Vilhjálmur er ekki nagli eins og hinn.
