Kúnstin við skipulagið í Madonna á Ítalíu er, að þar er ein gata með tveimur torgum í miðjunni, þar sem bannað er að fara á bíl. Umferðin milli staða í borginni er gegnum rörið. Fyrst þarf að keyra út úr borginni, síðan gegnum rörið og koma upp úr því hinum megin í bænum. Fyrir bragðið er miðbærinn nánast hrein göngugata. Sama skipulag er á skíðalyftum og brekkum. Frá flestum hótelum er hægt að renna sér niður í lyftu og úr brekkunum er hægt að renna sér niður að flestum hótelum. Brekkukerfið þræðir á brúm og í göngum inn í bæinn aðskilið gatnakerfinu. Fín verkfræði.
