Fimm milljónir á íbúð

Punktar

Rökréttar eru hugmyndir um að bakreikna íbúðalán með verðtryggingu húsnæðis í stað verðtryggingar neyzlu. Þá væri tekið tillit til, að íbúðir lækkuðu í verði í hruninu. Haldið er fram, að þetta jafngildi 16% lækkun á höfuðstól lána. Því miður er ekki til fé í Íbúðalánasjóði til að endurgreiða þennan 150-200 milljarða mismun. Því er nauðsynlegt að líta á þetta sem aðgerð fyrir þá, sem minna mega sín. Setja þak á lækkun höfuðstóls, til dæmis fimm milljónir á samanlögð lán á hverri íbúð. Lilja Mósesdóttir lagði það til fyrir löngu. Fróðlegt væri að fá spá um, hver heildarkostnaðurinn yrði þá.