Fiktið dugar ekki

Punktar

Til skamms tíma taldi fólk stöðuna almennt góða. Laga þyrfti hér og þar. Mundi gerast, þegar „minn flokkur“ kæmist að völdum. Eftir hrun breyttist allt. Fólk fór að fatta, að staðan væri skelfileg. Yrði ekki breytt í hefðbundnum menúett fjórflokksins, né með varahjóli Bjartrar framtíðar. Fattararnir binda vonir við pírata. Sviku ekki nýju stjórnarskrána, sviku ekki þjóðareign auðlinda, sviku ekki unga fólkið um mannsæmandi laun og húsnæði. Nú skiptist fólk í þrjá jafna hluta. Í einum stað eru fávitarnir, sem kjósa bófaflokkana tvo. Í öðrum parti eru tossarnir, er enn trúa á hefðbundið fikt stjórnarandstöðu. Í þriðja hóp eru píratar.