Fiktað í skýrslunni

Punktar

Gunnar Thorberg markaðsráðgjafi bendir á, að fiktað hafi verið við skýrsluna um skattaskjólin. Frá því, að Bjarni Benediktsson fékk hana í hendur 14. september og þangað til henni var síðast breytt 6. janúar í fjármálaráðuneytinu. Bendir hann á, að hægt sé að sjá alla breytingasögu skýrslunnar. Spyr, hvort eðlilegt sé, að ráðuneytið fikti við skýrslur, sem það fær. Ekkert hefur komið fram um, að unnið sé að skattheimtu í samræmi við hana. Flest ríki Vestur-Evrópu eru á kafi í samstarfi um að grafa upp skattsvik góðborgara og fyrirtækja. Hér ypptir Bjarni Ben bara öxlum, enda er hann nefndur í skýrslunni. Hann er með öllu siðblindur.