Fíkniefni og fíknihegðun

Megrun

Sum fíkn snýst ekki um hættuleg efni, heldur hættulegt atferli. Spilafíkn er dæmi um það. Sumir geta lent í svipuðu rugli í boðskiptum heilans í tengslum við fjárhættu og aðrir mæta í tengslum við áfengi. Hugsanlega er matarfíkn ekki bara efnisfíkn, heldur líka hegðunarfíkn. Einnig er líklegt, að hún sé ekki bara ein fíkn, heldur samspil ýmissa tegunda af fíkn. Allt flækir það málið og hindrar, að fólk nái tökum á lífi sínu. Annálað er, hversu erfitt mörgum reynist að hafa hemil á offitu og hversu örvæntingarfullar tilraunir þeirra reynast. Því eru til þúsund mismunandi matarkúrar. Sem enginn virkar.