Fetar stafkarls stíg

Punktar

Mér sýnist utanríkisráðherra Heimssýnar vera kominn í það sjokk, að hann vilji ganga í Evrópusambandið til að fá sörvis. Þar fengi hann þjónustu fyrir hádegi, makríl að óskum, tollfrelsi á fisk, Allt á stórum hærra verði en blankir Rússar borga. Í staðinn ber hann sem stafkarl að dyrum Evrópusambandsins og reynir að sníkja góðvild. Hvað segir Heimssýn við þeim ósköpum, að hennar prúðasti sonur er kominn með betlistafinn? Nú þarf að gera hann út með nesti og nýja skó. Ekki mega skrímslin í Evrópusambandinu troða í hann eitruðum mat og bógfrymli. Sem þar er á hverju strái að sögn doktoranna Guðna á Klörubar og Sigmundar Davíðs.