Fésbókin til góðs

Fjölmiðlun

Undanfarið hef ég lesið nokkra bloggara kvarta yfir fésbókinni. Segja hana samsafn af upphrópunum og ofstæki. Það er ekki rétt. Fésbókin er meira að segja að mörgu leyti skárri en bloggið. Á fésbókinni koma menn oftast fram undir nafni, en í athugasemdum við bloggi er mikið af nafnleysingjum. Þeir eru yfirleitt illskeyttari. Auðvitað birtist fésbókin fólki á misjafnan hátt eftir vinasafni þeirra. En málefnalegir eru flestir, sem fjalla þar um ágreining. Oftast stuttorðir, en stundum með tilvísunum í ýtarefni. Heimur almennings á vefnum hefur raunar Víkkað með fésbókinni, en ekki þrengst.